Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 71

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 71
127 sig á því að velja nýskógum þjóðarinnar góða vaxtarstaði. Þó að það sé að sumu leyti gott og gleðilegt, að það sé feng- ist við að planta skóg sem allra víðast, í hverri sveit, er það óumræðilega mikils meira um vert að koma upp stofnskóg- um á fáeinum stöðum, þar sem skilyrðin eru sem bezt. Það er stofnframkvæmdin í skógræktinni, sem þarf að leggja miklu meiri áherzlu á heldur en gert er. Annars vegar stofn- skógar á fáeinum stöðum — samfelldir skógar, sem nema hundruðum ha á ihverjum stað — á stöðum eins og á Hall- ormsstað, í Fnjóskadal og í Skorradal, svo að dæmi séu nefnd. Hins vegar skógarreitir og skjólbelti heima á ein- stökum bæjum, sem allra víðast. Þetta er svo langtum meira virði heldur en að gróðursetja reiting af trjám hér og þar út um allar koppagrundir um land allt, víða án sæmilegrar tryggingar, að fyrir verði séð um umhirðu, að lokinni fyrstu plöntun, bæði um það, er varðar vörzlu og endurplöntun í eyðurnar, í stað þess sem drepst og misferst, svo að samfelld- ur skógur verði. Er ég nefndi tilraunir, verðum vér að gera oss ljóst, að það er nokkur vandi að finna úr hvað bezt er, um áburð, eftir tegundum trjágróðurs og jarðvegi, þó að fljótlega megi finna svör, er geta verið nokkur leiðbeining. En hinir mörgu skógræktarmenn, sem vilja leggja fram krafta sína, þó að víða og oft sé í smáu, þurfa að fá leiðbeiningar um hvað gera skal í áburðarmálinu, því að það vitum vér vel, að það er hægt að skemma allan gróður, um hreysti og aðra góða eig- inleika, með óskynsamlegri og illri notkun áburðar. Það koma líka til greina önnur vandamál við notkun áburðar við trjárækt, t. d. grasið. Blessað grasið er svo viljugt að vaxa á okkar góða graslandi, íslandi, ef það aðeins fær nóg að eta, að slíkt er með ólíkindum. Þannig eru hraun orðin að tún- um, t. d. á Suðurnesjum. Þannig verður hver melkollur, þar sem fiskhjallar eru byggðir, algrænn á fáum árum. Þegar borinn er áburður að ungum, litlum trjáplöntum,

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.