Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1956, Side 14
Karl Kr. Arngrímsson: Kynni mín af Páli Briem amtmanni Tildrögin til þess, að ég kynntist Páli Briem amtmanni, voru þessi: Þegar ég var á 19. árinu, var ég sendur til Akureyrar, einhverra erinda fyrir heimili mitt, sem var að Halldórs- slöðum í Kinn. Eitt með öðrum erindum var að skila bréfi til Páls amtmanns Briem, frá Sigurði hreppstjóra á Hall- dórsstöðum. Ég skilaði ekki bréfinu um kvöldið, sem ég kom inneftir. Morguninn eftir fór ég að hugsa um að koma bréfinu frá mér, en um leið fannst mér, að það mundi vera vandi fyrir mig að heilsa upp á amtmanninn, sem ég hafði aldrei séð. Klukkan var því orðin 11, þegar ég geng að húsi hans í Hvamminum, sem kallað var. Ég ber að dyrum á skrifstofunni, og innan við er sagt: „Kom inn“. Ég opna hurðina; þá stendur upp af stól hár og tígulegur maður og heilsar mér hlýtt og innilega. „Er þetta Páll Briem amtmaður?" segi ég. „Það á nú svo að heita,“ segir hann. „Ég hef hér bréf til yðar frá hreppstjóranum í Ljósa- vatnshreppi, gerið þér svo vel,“ segi ég. Hann tekur á móti bréfinu, lítur á utanáskriftina og segir: „Þetta er fögur rithönd, mig minnir, að skrifstofan eigi bréf frá þessum hreppstjóra fyrir.“ Ég segi honum, að ég hafi átt að taka svar við bréfinu. „Geturðu komið aftur kl. 4 í dag, þá skal svarið verða tilbúið," segir amtmaður. Þá ætla ég að kveðja, en um leið

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.