Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 5

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 5
7 pessari málaleitun var vel tekið í sýslunefndunum. En eigi er þó víst um, hvað úr verður. 16. Stjórnin hefir tekið ákveðna afstöðu til máls- ins um verðlaunasjóð vinnuhjúa, og birt álit sitt í ársriti Sambandsins, bls. 39. — Mun hún leggja af- skifti sín undir álit fundarins. 17. Stjórnin hefir athugað málið um stofnun slát- urhúss á Austurlandi, og komist að þeirri niðurstöðu, að Sambandið geti ekkert í því gert, að svo stöddu. 18. Stjórnin hefir gert ákveðnar tillögur um við- komusölu frá kynbótabúum, og verða þær lagðar fyrir fundinn. 19. Stjórnin hefir tekið til rækilegrar íhugunar innflutning á Border-Leicesterfje til sláturfjárbóta, og hve afarmikla þýðingu hann gæti haft fyrir efna- hagslega afkomu landbúnaðarins. Verður það mál lagt fyrir fundinn. 20. Gert hefir stjórnin tilraun til að afla sjer upplýsinga um jarðyrkjuvjelar, amerískar, og not- hæfi þeirra hjer á landi; telur rjett að taka þegar að undirbúa fjársamdrátt til kaupa á slíkum vjelum, ef nothæfar teljast. Verður málið lagt fyrir fundinn. 21. Samkvæmt ályktun siðasta aðalfundar, hefir stjórnin samið tillögur um skipulag búnaðarfjelags- skaparins hjer á landi, og verða tillögurnar lagðar fyrir fundinn. 22. Stjórnarfundir hafa verið haldnir 4 á árinu. 23. Fjárhagur sambandsins við síðustu áramót var þannig, að það átti tekjuafgang til næsta

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.