Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 27

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 27
29 skorun um, að það leggi þær fyrir næsta Búnaðar- þing. Telur fundurinn æskilegt, að þær verði jafn- framt kyntar mönnum sem fyrst og þær birtar i því skyni í Búnaðarritinu. Enn fremur ákveður fund- urinn að fela stjórninni að leggja tillögurnar fyrir stjórnir búnaðarfjelaganna á sambandssvæðinu, til umsagnar. Loks telur fundurinn nauðsynlegt, að næsti aðalfundur Sambandsins verði haldinn svo snemma næsta vor, að hægt verði að fá fullnaðar- samþykki þess á tillögurnar, áður en Búnaðarþing kemur saman næsta ár, til þess að fulltrúar Aust- urlands geti haldið þeim þar fram, sem tillöguin Austurlands í þessu þýðingarmikla búnaðarmáli. 18. Starfræksla gróðrarstöðvarinnar. Eftir langar umræður um starfræksluna í fortíð og framtíð, komu fram svo hljóðandi ályktanir: a. Fundurinn lýsir yfir því, að eftir ástæðum var rjett sú ákvörðun stjórnar og ráðunauts, að starfrækja stöðina ekki í ár. — Samþykt með 10 : 2 atkv. b. Fundurinn leggur það á vald stjórnarinnar, hvort eða hvernig starfrækt verði gróðrarstöð Sam- bandsins næsta ár. — Samþ. í einu hljóði. 19. Jarðabótastyrkur búnaðarfjelaga. Stjómin skýrði frá ákvæðum þeim, sem sett eru í 16. gr. fjárlaganna fyrir árin 1918 og 1919 um styrk til búnaðarfjelaga. Að loknum umræðum var samþykt í einu hljóði svo hljóðandi fundarályktun:

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.