Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 37

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 37
39 er gilda, eða gildandi verða, fyrir hvern sjóð, og hefir Búnaðarfjelag íslands á höndum stjórn þessa sam- steypusjóðs. Búnaðarfjelagið vinnur að því að auka búfræðis- þekkinguna í landinu með því að gefa út búfræðisleg rit, styrkja efnilega menn til búnaðarnáms erlendis, með því að safna búnaðarskýrslum og innlcndri bún- aðarreynslu, með tilraunum o. s. frv. }?að er fulltrúi landbúnaðarins og bændastjettar- innar inn á við, gagnvart öðrum stjettum og stjórn- arvöldunum, og út á við gagnvart öðrum þjóðum, að því leyti sem það heyrir ekki undir stjórnarvöld landsins. Með því skipulagi, sem hjer er lagt til, verður Búnaðarfjelag íslands sambandsfjelag hreppabúnað- arfjelaganna með fjórðungsbúnaðarsamböndin, sem sjálfstæðan sambands- og millilið, og er þess vænst, að löggjöfin stuðli að því, að þetta skipulag geti kom- ist á búnaðarfjelagsskap landsins og búnaðarsam- vinnu, með því að nema úr lögum alt það er kemur í bága við þetta skipulag, og setja önnur lagaákvæði, er samrýmast því og styrkja það. Magnús Bl. Jónsson. M. Stefánsson. pórarinn Benediktsson.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.