Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Page 49
51
hefði verið mikils virði í vor? Hjer hittist einmitt
svo vel á, að samtimis tryggingunni getur maður
einmitt aukið þroska ungviðisins til muna. Og þar
mcð nálgast þá meginreglu, sem áður var á drepið.
Mjer virðist hjer koma álitlegur tekjustofn á móti
þeim kostnaðarauka, sem af þessari ráðstöfun leiðir.
Svo er annað. Undanfarin ár hafa menn verið að
veltast með lambfje i húsum við lítinn og ljelegan
aðbúnað. Haldið þið ekki, að tjón það, sem orð-
ið hefir á lömbunum — kitingur og dauði á þess-
um vorum sje ærið tilfinnanlegt? pað mun sannast,
að enginn getur reiknað út það voðatap, sem þegar
er orðið, og menn ætti ekki að fýsa eftir meira af
því tægi. Vond vor koma ávalt öðru hvoru. pað er
eins víst og að sólin stígur upp á himininn á morgn-
ana. pað er því blátt áfram ófyrirgefanlegt hirðuleysi
um velferð sína, að gera ekki neitt til að bægja þess-
um ófögnuði í burtu, eða rjettara sagt reyna að standa
hann af sjer.
Enn er ótalinn sá kostur, að menn geta hirt fje
sitt mikið betur ef þeir láta það bera snemma og við
hús, en annars. Líklega töpuðust þá færri lömb
ómörkuð, en nú á sjer stað, þó ekki sje annað. Við
skulum vona, að hvert lambið haldi áfram að vera
svo mikils virði, að talsvert muni um verð þess á
haustdegi, og að maður geti fengið talsverðan auka-
kostnað greiddan háu verði með minkandi afföllum.
Sjálfsagt koma einhverjir með þá mótbáru, að
bændur hafi ekki húsrúm fyrir lambfje á vorin. pað
þurfa ekki að drepast mörg lömb á vori til þess, að
andvirði þeirra hrykki til að greiða vexti og afborg-
4*
%