Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 54

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 54
56 meira en 1 kg. á móti 2,5 kg. af töðu, má jafnvel komast af með minni, því strangt tekið þarf ekki nema 0,82 kg. af þessari fóðurblöndu í fóðurein- inguna. Eftir þessari áætlun þarf á móti 2900 kg. eða tæp- lega það, 2872 kg. nánara talið, eftirtaldar fóður- tegundir: 2872 kg. af hddur ljelegu útheyi svarandi til 1000 kg. af töðu 2500 — — meðalgóðu votheyi — —625 — — - — 500 — — kraftfóðri — —1250 — — — í bók Schraders „Hestar og reiðmenn á lslandi“ birtir hann útdrátt úr svörum norðlenskra bænda til Ræktunarfjelags Norðurlands um tilkostnað við hey- öflun. þessi svör eru það einasta, sem jeg veit til að hafi verið birt á íslensku um kostnað við heyöflun. Enginn austfirskur bóndi hefir getað svarað mjer þessari spurningu, og hefi jeg þó oft lagt hana fyrir þá. Samkvæmt þessum svörum gerir Schrader hey- hestinn kr. 2,98. petta mun ekki vera of hátt eins og áður er tekið fram. Eitt sumar hafði jeg reikning yfir kostnað við heyskap Sambandsins utan girðing- ar. Tíðarfar var hagstætt og engi í meðallagi; kost- aði heyhesturinn þá um 4 krónur. pelta var sumarið 1913. Jeg legg nú þessa tölu Schraders til grundvallar óhræddur um, að hún sje of há. Súrhey veit jeg ekk- ert hvað kostar; jeg reikna hestinn af því á 1. kr. Kraftfóðrið reikna jeg á kr. 16,50 tunnuna; það verð telur Schrader á henni í bók sinni. Eftir þessu kostar þessi fóðurblanda eins og hjer segir:

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.