Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 55

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Side 55
57 1500 kg. útheys á kr. 3,00 pr. 100 kg. = kr. 45,00 2500 — votheys--------- 1,00 — 100 — -■ — 25,00 500 — kraftfóðurs-----16,50 — 100 — = — 82,00 Samtals kr. 152,50 pess skal getið, að verðið á kraftfóðri er reiknað í geymsluhúsi en ekki tekið tillit til landflutnings, vegna þess, að hann er svo afarólíkur og ilt að fá nokkra meðaltölu fyrir hann, sem vit er í. Með þess- um reikningi ætti töðuhesturinn að kosta nál. kr. 5,25. Jeg ætla ekki að dæma um, hvort þetta verður hátt eða lágt. En jeg vil geta þess, að með þessari fóðurblöndu sparast heyöflun á 6—7 hestum af heyi, og það ætti að vinnast nálega hálfsmánaðar vaxtar- tími handa lömbunum. Að auki er svo hagnaðurinn af tryggingunni. Jeg skal nú ekki þreyta menn lengur með þessum lestri. En áður en jeg hætti, vil jeg biðja menn að athuga vel og hugsa eftir hvílíkt alvörumál ásetnings- málið er, sjeð frá öllum hliðum, og að mönnum ber skylda til þess að athuga allar leiðir, sem geta leitt til umbóta á því. Jeg get nú, því miður, ekki hælt mjer af því að hafa fundið upp púðrið, og ekki sjeð fyrir öllum mis- fellum, en jeg þykist hafa bent hjer á nýja leið, sem sje þess verð að vera athuguð. Og mjer finst það vel við eigandi, að hreyfa nýmælum líkum þessum á þessari samkomu. Og jeg get vænst þess, að Bún- aðarsambandið beiti sjer fyrir athugunum og tilraun- um, sem upplýsa þetta. Búnaðarsambandið á að hreyfa meiri háttar nýmælum og styðja með ráðum

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.