Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Qupperneq 58
60
Við framleiðum tiltölulega lítið af þeirri matvöru,
sem við notum í landinu og sú matvara, sem við
framleiðum er svo einhliða, að erfitt og dýrt er að
lifa á henni eingöngu. pað er þvi ekki nema eðli-
legt þótt sú spurning vakni hjá mönnum, hvort engin
ráð sjeu fyrir hendi, til þess að auka matarfram-
leiðsluna í landinu, og gera hana fjölbreyttari, svo
við verðum minna háðir öðrum þjóðum, en hing-
að til hefir verið.
Við sjáum strax, að þetta er svo mikið velferðár-
spursmál, að það þolir enga bið, ef hægt væri að
finna framkvæmanlegar leiðir og jeg tel það víst, að
við viðurkennum það öll, að hægt er að nokkru leyti
að bæta úr þessu, með aukinni garðrækt.
Ef garðræktin væri komin á þann rekspöl hjá okk-
ur, að við framleiddum alla þá garðávexti, sem við
þurfum til matar, þá er okkur um leið bjargað frá
voða, sem siglingateppa um lengri tíma hlyti að hafa
í för með sjer, nfl. almennu hungri, þvi með nægi-
legum garðávöxtum, samhliða kjöti, fiski og mjólk,
getum við lifað þolanlegu Iífi, þótt um lengri tíma
sje að ræða.
En þótt við lítum ekki svo svart á málið, að við
gerum ráð fyrir siglingateppu og almennu hungri,
þá er garðyrkjan orðin svo mikið hagnaðarspursmál,
eins og verðlag er nú á vörum, að vafasamt er, hvort
nokkur grein landbúnaðarins borgar sig betur.
Gerum t. d, ráð fyrir, að við höfum jarðepli í einni
dagsláttu og gerum okkur ánægða með 40 tunnur
upp úr dagsl., sem er ekki of hátt reiknað, ef garður-
inn er hirtur vel og í góðri rækt. Við höfum þá