Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Page 67

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Page 67
69 Geymsla. Ef jarðeplin eru tekin upp í þui*viðri, og moldin tollir ekki við þau, má setja þau straks á þann stað, sem þau eiga að geymast á yfir veturinn, að öðrum kosti verður að þurka þau áður svo moldin tolli ekki við þau, þetía verður að gerast i forsælu, svo sóliu skíni ekki á þau á meðan. Öruggasta aðferðin til þess að geyma jarðepli ó- skemd yfir veturinn er að grafa þau í jörðu svo djúpt að frostið nái þeim ekki, annað hvort á bersvæði á vel þurrum stað, eða inni í útihúsum. Gryfjan verður að vera svo djúp, að maður sje viss um að frost nái ekki jarðeplalaginu, sem má helst ekki vera yfir 40 cm. á þykt. Heppilegast er að grafa gryfjuna talsvert áður en jarðeplin eru látin í hana, svo hún geti þornað vel að innan, áður en hún er tekin til notkunar. pegar alt er búið, er gryfjan þakin innan með vel þurru torfi, svo mold nái hvergi að jarðeplunum og þau siðan látin ofan í hana. Sje gryfjan nægilega djúp og á vel þurrum stað getur maður óhræddur geymt jarðeplin þannig fram á næsta sumar. Ef erfitt er að fá vel þurrann stað má steypa gryfj- una upp með vatnsheldri steypu og þekja hana innan á sama hátt, með því hefir maður gryfjuna tilbúna á hverju hausti. þau jarðepli sem maður ætlaar að brúka fyrri part vetrar, getur maður geymt ofanjarðar á frost- fríum en þó köldum stað, t. d. væri gott að grafa tunnu ofan í skemmu- eða kjallaragólf og láta jarð- cplin í hana, mætti síðan hafa hlemm yfir tunnunni

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.