Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 70

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1917, Síða 70
72 hjeraðs helming fyrirlestra (ca. 8) til námsskeiðsins. Að þessu undirbúnu sækja þeir — allir, eða einn, í samráði við hina — um námsskeiðið. Komi umsókn- ir í tíma til Sambandsins stofnar það til námsskeiðs, cf ástæður leyfa. það dagsetur námsskeiðið og aug- lýsir tímann þeim formanni búnaðarfjelags, sem næstur er staðnum, eða þeim, sem undirritað hefir umsóknina, sem svo auglýsir það um svæðið. Til námsskeiðsins lcggur Sambandið alt að helmingi fyrirlestra — sendir 1—2 fyrirlesara, eftir atvikum — á sinn kostnað, og greiðir auk þess 5 kr. þóknUn fyrir hvern fyrirlestur, sem svæðið leggur til. — f ár bar námsskeiðið upp á 3. námssvæði, en því hefir verið hafnað; að ári (1920) upp á 1. svæði. 2. Um fjelagsplægingar. Um fyrirkomulag þeirra sjá skýrslur Sambandsins 1911—14, bls. 15. 3. Um verðlaun fyrir góða hirðing búpenings. Um útbýtingu verðlaunanna, sjá reglur í ársriti Sam- bandsins 1914—15, bls. 22. 4. Um verðlaun fyrir góða hirðing áburðar. pessi verðlaun eru þvi að eins veitt, að umsækjandi hafi lagarheld haughús og safngryfjur. — Verðlaunin eru kr. 35,00, 25,00 og 15,00. 5. Um hrútasýningar. Sambandssvæðinu er skift í 4 sýningarsvæði: 1. Strandlengja og firðir Norður- Múlasýslu; 2. Fljótsdalshjerað; 3. Strandlengja og firðir Suður-Múlasýslu, og 4. Austur-Skaftafellssýsla.

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.