Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 3
að bera þá undir atkvæði, kom fram tillaga frá stjórn þess efnis.
að fundurinn feli stjórninni að samþykkja reikningana, er þeir
lig'gja fyrir. Var það samþykkt samhljóða.
Jr. Skipað l fastanefndir.
Stjórnin lagði til, að fastanefndir yrðu þannig skipaðar:
Fjárhagsnefnd: Brynjólfur Bergsteinsson, Björgvin Magnússon,
Halldór Björnsson, Ingimar Jóhannsson og Guðjón Hermannsson.
Búf járræktarnefnd: Þór Þorbergsson, Benedikt Sigfússon, Sigur-
jón Ingvarsson, Ólafur Eggertsson og Hannes Árnason.
Jarðræktarnefnd: Ingimar Jónsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Jónas Jónasson, Sigurður Guttormsson, Jón Hrólfsson og Jón Þor-
geirsson.
Allsherjarnefnd: Þórður Pálsson, Tryggvi Sigurðsson, Vilhjálm-
ur Þ. Snædal, Björn Þorsteinsson og Jón Björnsson.
5. Starfsskýrslur ráðunauta.
Páll Sigbjörnsson gerði fyrst grein fyrir sinni skýrslu. Drap
hann á margt úr starfi sínu og áhugamálum. Hvatti Páll til átaks i
undirbúningi lands til aukinnar ræktunar.
Hann taldi að samdráttur yrði verulegur á þessu ári í stofnlán-
um til bænda.
Ræddi hann um bústofnsþróun síðasta árs og síðan starf sitt við
byggðaáætlun fyrir Skeggjastaðahrepp.
Búfjárræktarmál hafa tekið mikinn tíma m.a. fyrirkomulag til-
raunar með holdanautakálfa ásamt samanburði við alíslenska.
Þá flutti Þorsteinn Kristjánsson starfsskýrslu sína. Gat hann um
jarðræktarframkvæmdir bænda á árinu svo og úrvinnslu og niður-
stöður úr heyefnagreiningum. Ræddi hann einnig niðurstöður úr
kúaskýrslum og hvatti bændur til að vanda haustbeit kúnna.
Ráðunautar sóttu fundi búnaðarfélaganna eftir ástæðum.
(Starfsskýrslur ráðunauta birtar síðar í ritinu.)
Sigurður Guttormsson þakkaði ráðunautum þeirra skýrslur.
Hvatti hann þá til að aðgæta vel ásetning meðal bænda. Þá þótti
7