Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 92
hann gæti ekki setið fundinn leng-ur og þakkaði fundarmönnum
fyrir daginn.
Vilhjálmur Snædal lagði fram tillögu um að sett verði upp fjár-
held hlið á brýr yfir Lagarfljót og Jökulsá.
Tillögu þessari var vísað til búfjárræktarnefndar.
Ennfremur kom Vilhjálmur með tillögu í svokölluðum „kvenna-
málum”, sem vísað var til f járhagsnefndar.
Sigurður Guttormsson flutti tillögu varðandi kaup staðlaðra fleka-
móta, og í öðru lagi tillöðu um að störfum ráðunauta verði beint
meira að leiðbeiningaþjónustunni en nú er.
Jón Sigurðsson ræddi um strjála útgáfu á markaskránni og mikla
óreiðu á mörkum. Bar hann fram tillögu um að markaskrár komi
ekki sjaldnar út en 5. hvert ár og út komi aukaskrá þoss á milli.
Auk þessa kom Jón með munnlega tillögu um, að byggð verði gras-
kögglaverksmiðja á Héraði, ekki í Vallanesi eins og lagt hefur verið
til, heldur í Gunnhildargerði og Hallbjarnarstöðum.
Sveinn Guðmundsson lagði fram tvær tillögur frá stjórn. Aðra
upphaflega frá Bf. Vallahrepps varðandi graskögglaverksmiðju og
verðjöfnun grasköggla, hina um að sambandið hugi að byggingu
skrifstofuhúsnæðis yfir starfsemi sína á Egilsstöðum.
Benedikt Sigfússon þakkaði ráðunautum störf sín.Þá ræddi hann
um heykögglaverksmiðju. Vildi hann að það mál yrði kannað ræki-
lega, s.s. staðarval. Taldi hann að slík verksmiðja væri betur sett út
í Tungu en á Vallanesi, svo sem bent hafi verið á. Þá lagði hann til
að fundurinn kysi nefnd, sem starfaði með stjórninni í þessum mál-
um. Markaskrána gerði Benedikt einnig að umtalsefni.
Aðalsteinn Jónsson lagði fram tillögu varðadi verulega fækkun á
hreindýrum.
Sigurjón Ingvarsson flutti tillögu um breytta uppbyggingu Stétt-
arsambands bænda.
Ölafur Eggertsson mælti fyrir tillögu frá Búnaðarfélagi Beru-
neshrepps, þar sem kvartað er yfir takmarkaðri þjónustu ráðunauta,
aðra tillögu um að spornað verði við útbreiðslu riðuveiki á svæðinu,
enn fremur tillögu um að vélavinna fáist á heppilegum tíma.
96