Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 90
7. Skipun nefnda.
Starfsnefndir fundarins voru þannig skipaðar:
Kjörnefnd: Brynjólfur Bergsteinsson, Þórður Pálsson, Ólafur
Eggertsson og Vilhjálmur Þ. Snædal.
Fjárhagsnefnd: Ingimar Jónsson, Jón Sigurðsson, Sigurjón Ing-
varsson, Guðjón Hermannsson og Ólafur Eggertsson.
Jarðræktarnefnd: Örn Þorleifsson, Sigurður Guttormsson, Emil
Sigurjónsson, Guðmundur Þorgrímsson, Sigurður Björnsson, Vil-
hjálmur Þ. Snædal og Jón Sigurðsson.
Búfjárræktarnefnd: Páll Sigbjörnsson, Aðalsteinn Jónsson, Jón
Hrólfsson, Sigurður Bóasson, Ingvar Friðriksson og Brynjólfur
Bergsteinsson.
Allsherjarnefnd: Bragi Vagnsson, Rögnvaldur Erlingsson, Gísli
Björgvinsson, Beedikt Sigfússon, Þórður Pálsson og Björn Þor-
steinsson.
S. Starfsskýrslur ráðunauta:
Jón A. Gunnlaugsson gerði grein fyrir sínum störfum milli aðal-
funda. Mikill tími fór í mælingar og úttekt jarðabóta. Á árinu ”77
hafa verið afgreiddar 54 umsóknir um lán til Stofnlánadeildar. Jón
ræddi störf sín á breiðum grundvelli.
Pétur Jónasson gerði því næst grein fyrir störfum sínum frá því
hann kom til starfa hjá sambandinu fyrir tæplega ári. Gaf hann
yfirlit yfir jarðræktarframkvæmdir, sem urðu með mesta móti á sl.
ári. Heysýnataka og taka jarðvegssýna var með minnsta móti. Rún-
ingsnámskeið voru haldin samtals 40 kennsludaga. Leiðbeinendur
voru 3 og þáttaka í námskeiðunum góð. Óskaði Pétur eftir því að
geta í vaxandi mæli sinnt leiðbeiningum meðal bænda.
Þórhallur Hauksson ræddi næst störf sín m.a. við hrútasýningar.
Þær voru haldnar í 19 hreppum. Héraðssýning var að Skipalæk.
Þórhallur gaf yfirlit yfir skýrslur sauðf járræktarfélaganna. Sitt-
hvað fleira bar á góma hjá Þórhalli, en það verður ekki tilgreint
nánar hér.
94