Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 115
Árið 1976 verka §4 bændur í 20 sveitum 5.858 rúmm. sem vothey,
það svarar til 3,75% heyforðans, en árið 1977 verkuðu 89 bændur
í 21 sveit 6.145 rúmm. af votheyi þ.e. 4,34% alls heyforðans.
Uppskera garðávaxta er talin fiam á forðagæsluskýrslum. Skýrsl-
urnar bera þó með sér, að uppskeran er ekki nákvæmlega upp gefin
í sumum sveitum og greinilegt er að sumir forðagæslumenn sleppa
henni alveg, því að ekki er líklegt að alls engar kartöflur eða rófur
séu ræktaðar í heilum sveitum. Mest ber á þessu þar sem þorp eru
innan sveitarfélaganna, enda óhægara að safna upplýsingum
meðal búlausra manna og iíklegt að sumir forðagæslumenn telji það
ekki skyldu sína. En vissulega væri fróðlegt að fá einnig þennan
hluta jarðargróðans rétt metinn í stórum dráttum. Tala ræktenda
garðávaxta hjá búlusum er ekki alls staðar tilgreind þótt magn sé
gefið upp en skv. skýrslum eru þeir nálægt 250 hvort ár. Samkvæmt
skýrsiunum er uppskeran árið 1976 af rófum og kartöflum í 22
sveitum alls 15,03 tonn. En árið 1977 er uppskera talin fram í 21
sveit alls 16,02 tonn.
Búfjárfjöldi hefur ekki breyst mikið á síðustu árum, en þróunin
stefnir í sömu átt og undanfarin ár. Mjólkurkúm fer heldur fækk-
andi, en sauðfé fjölgar lítið eitt, fækkar þó um 23 kindur milli þess-
ara tveggja ára. En sauðfé mun hafa orðið fleira en nokkurn tíma
áður í sögunni árið 1976.
Hrossum f jölgar nokkuð eins og undanfarin ár.
Svín finnast aðeins á 2 bæjum, alls 8 gyltur jafn margar bæði ár-
in. Geitfé virðist vera að fjölga. Árið 1976 áttu 13 bændur í 8 sveit-
um 40 geitur fullorðnar, en 1977 voru 17 bú í 10 sveitum með 46
geitur alls.
119