Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 5
eitthvað af skrifstofustörfum og- ættu þá hægara með að spjalla
við bændur. Gat hann þess einnig, að Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar
myndi senda styrk til útgáfu Byggðasögunnar.
Hannes Árnason taldi bændafólk líta svo á, að störf forðagæslu-
manna væru hálfgerður pappírsleikur og þyrfti þetta álit að breyt-
ast. Þá vildi hann sjá oftar framan í ráðunautana.
Guðjón Hermannsson vildi láta taka heysýni sem víðast úr hey-
stæðum, enda væri mikill mannamunur í meðferð heyja. Hrossaeign
í þéttbýli taldi hann vera orðið vandamál.
Snæþór Sigurbjörnsson svaraði fyrirspurn frá Ingimar Jónssyni
um hvað gert væri til aukningar mjólkurframleiðslu. Lýsti hann,
svo sem aðrir, óánægju sinni með störf Stofnlánadeildar, er drægi
menn mjög á svörum og dragi úr mönnum kjark til framkvæmda.
Formaður þakkaði einnig fjárstuðning frá Kaupfélagi Fáskrúðs-
fjarðar.
Páll Sigbjörnsson þakkaði fundarmönnum undirtektir við skýrslu
sína. Svaraði hann fulltrúum, er til hans beindu fyrirspurnum.
Þorsteinn Kristjánsson svaraði og fyrirspurnum í þeim málum,
sem ástæða var til. Hann sagði, að jarðvegssýni gæfu ekki sérlega
glöggar upplýsingar og taldi heysýnin eiga meiri framtíð fyrir sér.
Þakkaði hann undirtektir og umræður.
Á fundinn kom nú góður gestur, Vilhjálmur Hjálmarsson mennta-
málaráðherra.
Er hér var komið dagskrá, var tekið kvöldmatarhlé.
6. Starfsskýrsla framkvæmdastjóra R.S.A.
Jón Atli Gunniaugsson gerði grein fyrir starfsemi Ræktunar-
sambandsins síðastliðið ár. Skýrsla hans verður birt síðar í heild.
Reikningar R.S.A. liggja ekki fyrir annað árið í röð og taldi Jón
knýjandi að auka starfskrafta og koma góðri reglu þar á.
Sveinn Guðmundsson lýsti óánægju sinni yfir, að reikningar
R.S.A. skuli ekki liggja fyrir.
Þá bar hann fram breytingartillögu um nefndaskipan. Þór Þor-
bergsson færist yfir í jarðræktarnefnd, en Aðalsteinn Aðalsteins-
son í búfjárræktarnefnd og var það samþykkt.
9