Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 6
Þór Þorbergsson vildi fá nánari vitneskju um eignir og skuldir
Ræktunarsambandsins.
Jón Atli taldi skuldir nema sem svarar kaupverði tveggja nýrra
jarðýta.
Þegar hér var komið fundi, mætti til fundarins Elís Eiríksson,
Hallfreðarstöðum. Fundurinn samþykkti hann sem rétt kjörinn full-
trúa Bf. Tunguhrepps.
Jón Hrólfsson lýsti vanþóknun sinni á því, að ekki skuli liggja
fyrir reikningar R.S.A.
Þórður Pálsson taldi höfuðorsök fyrir versnandi hag Ræktunar-
sambandsins vera lágan taxta ríkisstofnana, sem fara yrði eftir.
Nauðsyn bæri til að endurnýja a.m.k. eina vél á ári.
Brynjólfur Bergsteinsson sagði það sína skoðun, að of margir
starfsmenn á vélum R.S.A. væru ekki starfi sínu vaxnir.
Aðalsteinn Aðalsteinsson taldi, að fyrst og fremst ætti að vinna
hjá bændum, en láta opinbera vinnu lönd og leið og selja þá vélar.
Benedikt Sigfússon minnti á þátt ræktunar og þörf fyrir góð
tæki með vélunum.
Halldór Björnsson gerði það að tillögu sinni, að mál Ræktunar-
sambandsins verði rædd ýtarlega í nefnd, svo þau tefji ekki fund-
inn að sinni.
Sveinn Guðmundsson tók undir orð Halldórs og minnti á lið síð-
ar í dagskránni, er nefnist taxtamál vinnuvéla.
Jón Atli svaraði þeim orðum, sem til hans var beint.
7. Jarðrxktarmál.
Framsögu hafði Þorsteinn Kristjánsson og ræddi hann sérstaklega
heyverkun.
Annar framsögumaður um jarðræktarmál var Þór Þorbergsson,
sem ræddi um tilraunir, er varða jarðveg, gróður, gróðurfarsbreyt-
ingar, uppskeru og áburð.
8. Búf járræktarmál.
Framsögumaður Páll Sigbjörnsson ræddi þörf fyrir aukna mjólk-
urframleiðslu á sambandssvæðinu og gerði nokkurn samanburð
10