Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1975, Blaðsíða 56
6393 skýrslufærðai' ær, eða um Í18 ær á kvern félag-smanri sem er
12 ám fleira á hvern félagsmann en árið áður.
Afurðir hafa aukist nokkuð mikið frá fyrra ári. Nú skilaði ærin
22,6 kg af kjöti en 20,7 kg árið áður. Til nytja komu 147 lömb eftir
100 ær á þessu ári á móti 145 lömbum á fyrra ári. Gæðamat er einn-
ig mun betra núna, 91% fóru í I. flokk en árið áður 83%. Eins og
áður er sauðfjárræktarfélag Vopnafjarðar með mestar afurðir ein-
stakra félaga, með 29,2 kg af kjöti eftir á.
TAFLA 8. Niðurstöður úr skýrslum sauðfjárrsektarfélaganna 197,1-
1975.
Félag Tala Tala Reiknað Gæðamat Lömb e. 100 ær
félags- áa kjöt % í I. Fædd Til
manna eftir á flokk nytja
Sf. Vopnafjarðar 17 831 29,2 96 175 166
Sf. Jökull, Jökuldal 3 933 22,7 98 153 140
Sf. Hlíðarhrepps 9 1575 19,2 92 155 135
Sf. Hjalti, Hjaltasthr. 4 541 20,0 85 155 145
Sf. Borgarfjarðarhr. 11 1079 25,2 89 172 162
Sf. Skriðdæla 3 540 22,9 94 157 148
Sf. Breiðdæla 4 247 23,8 90 162 154
Sf. Geithellnahr. 3 647 19,4 76 141 132
Öll félögin 54 6393 22,6 91 159 147
Afurðahæstu einstaklingarnir eru sýndir í töflum 9 og 10.
Sigurður P. Alfreðsson, Torfastöðum í Vopnafirði er efstur þeirra
sem eru með 100 skýrslufærðar ær eða minna (tafla 9), og jafn-
framt efstur allra félagsmanna, með 35, 9 kg af kjöti eftir ána, sem
eru frábærar afurðir. Efstur þeirra sem hafa yfir 100 skýrslufærðar
ær er Haukur Kristinsson, Eyvindarstöðum í Vopnafirði. Haukur
hafði 30,1 kg af kjöti eftir á, sem er einnig frábær árangur eftir
þetta margar ær, 216 skýrslufærðar.
60