Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 6
6 ERIK PETERSEN Fréttin var um það, að til stæði að lána handrit eitt út úr Konungsbókhlöðu. „Þetta gamla rit verður nú kynnt opinberlega, svo að eftir mun verða tekið, það á að fara til Chikago“ segir í upphafí greinar í vingjarnlegum, en þó dálítið ögrandi tón, þar sem ennfremur er tekið fram, að verkið verði til sýnis í byggingu, sem umleikin sé Michiganvatni á þrjá vegu, að hermenn muni standa vörð dag og nótt, verkið verði tryggt fyrir ekki minna en 20 þúsund dali og amerískt herskip muni flytja það til og frá sýningunni. Verk þetta var eitt af merkustu íslenzku handritunum í Kon- ungsbókhlöðu, Gl. kgl. Saml. 1005 fol., betur þekkt sem Codex Flateyensis eða Flateyjarbók, veglegt handrit og frægt samkvæmt mörgum heimildum. Óvenju glögg vitneskja er til um uppruna þess og síðan feril. Prestarnir Jón Þórðarson og Magnús Þórhalls- son skrifuðu það á árunum 1387-95 á vegum stórbóndans Jóns Hákonarsonar í Húnavatnssýslu. Ætlað er, að það hafi á síðari hluta 15. aldar verið í eigu Þorleifs hirðstjóra Björnssonar á Reykhólum, og vitað er, að sonarsonur hans, Jón Björnsson, átti handritið og gaf það síðar sonarsyni sínum, Jóni Finnssyni, en þeir bjuggu báðir í Flatey á Breiðafirði, þaðan sem Flateyjarbókarnafn- ið er komið. Talið er, að Jón Finnsson hafi gefið handritið Brynjólfi biskupi Sveinssyni að skilnaði, er hann vísitéraði Flatey 1647. Brynjólfur Sveinsson sendi það síðan 1656 til Kaupmanna- hafnar Friðriki konungi þriðja.1 Aðalefni Flateyjarbókar eru sögur Noregskonunga, en í henni er einnig Grænlendinga saga2 með hinum frægu frásögnum af því, er norrænir menn fundu Vínland eða Ameríku, að því er ætlað er, 5 öldum á undan Columbusi. Þótt segja mætti, að það afrek varpaði nokkurri rýrð á frægð seinni sæfarans, gat bókin engu að 1 Sjá Katalog over oldnorsk-islandske hdndskrifter i det store kongelige bibliotek og i universitets- biblioteket [eftir Kr. KSIundl, Kbhvn 1900, s. 10-16. Handritið var gefið út fyrir opinbert fé í Noregi undir heitinu Flateyjarbok: En Samling af norske Konge-Sagaer med indskudte mindre Fortcellinger om Begivenheder i og udenfor Norge samt Annaler [G. Vigfússon og C. R. Unger|, I—III, Christiania 1860-68. Það hefur verið gefið út ljósprentað með enskum formála eftir Finn Jónsson í Corpus codicum Islandicorum medii aevi I. Kbhvn 1930. Um aldur sjá tilvitnanir í Ordbog over det norrpne prosasprog: registre [= ONP: registre|, Kbhvn 1989, s. 470 f. Sjá ennfremur Jakob Benediktsson í Kulturhistorisk Leksihon for Nordisk Middelalder 4, Kbhvn 1959, dálk 412. 2 Dálkarnir 222-223 og 282-288 í handritinu, sbr. ONP: registre, s. 470. Um Grcenlendinga sögu er stundum rætt, m.a. í sjálfri Flateyjarbók og hjá Chr. Bruiin, sem Granúendinga pátt, er ekki má rttgla saman við Grœnlendinga pátt þann, sem einnig nefnist Einars páttr Sokkasonar af Grcenlandi og varðveittur er í FÍateyjarbók (dálkunum 847-850 í 2. bindi); sbr. ONP: registre, s. 471, og Björn Sigfússon í Kulturhistorisk Leksikon for Nordisk Middelalder 5, Kbhvn 1960, dálki 523. — Eg þakka Peter Springborg lektor góð ráð og leiðbeiningar um handrilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.