Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 12
12
ERIK PETERSEN
þeim kröfum, er gera verður til sérfróðs fylgdarmanns og verðugs
fulltrúa."15
Óvíst er, hvort það var þessi snjalla athugasemd eða skortur á
hæfum mönnum í safninu sjálfu, er réð úrslitum. En 23. janúar
tilkynnti ráðuneytið Bruun, að Valtý Guðmundssyni hefði verið
falið fylgdarmannsstarfið."1
Að þessu leyti var málið orðið á undan sjálfri atburðarásinni. En
að ýmsu öðru leyti átti það langt í land eða það sem gerðist var í
engu samræmi við það. Tvær vikur liðu, áður en að því væri vikið
aftur í dagblöðunum.17 Það varð 20. janúar, þegar Nationalti-
dende birti lesandabréf undirritað „S.M.“, en fyrirsögnin var:
„Vore Bibliothekskatte og Udstillingen i Cbikago". Höfundurinn
hafði það á móti reglum þeim, er fylgja átti um lánið, að „amerískt
berskip gæti nú sokkið eins og hvert annað gufuskip“. Ennfremur
segir þar: „Bréfritara finnst, að safnstjórnin eigi að láta sér nægja
að senda ljósmynd, sem yrði þá öllum aðgengileg og þannig
virkilega til gagns og fróðleiks —, ef nú í raun og veru fyndist fólk,
er löngun hefði til að setjast niður og rýna í íslenzku á heimssýn-
ingu!“ Safnstjórnin tekst á herðar, segir þar, mikla ábyrgð, ekki
aðeins gagnvart Danmörku, „heldur og Islandi, þaðan sem bókin
er ættuð, já, og gagnvart Norðurlöndum öllum og lærdómsmönn-
um Evrópu, er áhuga hafa á fornöld vorri“.
Bréfritari hefur auðvitað á réttu að standa um þetta síðasta. Og
hann eygir vissulega vanda, þegar hann hæðist að þeirri hugsun,
að til sé fólk, sem vilji á heimssýningu fara að sökkva sér niður í
íslenzku: miðaldahandrit sem sýningargripir eru víslega lítt að-
gengileg og krefjast fyrirfram vitneskju, hið fjarræna tungumál,
smæð stafanna og sérstaka gerð, afstaða til annarra heimilda, sem
blasir ekki við, og sögulegt gildi, allt þetta krefst sérstakra skýr-
inga, ef handritin eiga ekki að vera sem lokuð bók, hversu mjög
sem þeim er brugðið upp til sýningar. A hinn bóginn verður að líta
á það sem dálítið þröngsýnt og lágkúrulegt sjónarmið, er bréfritar-
inn varpar fram af hótfyndni sinni, því að auðvitað felst í skoðun
slíks handrits sem Flateyjarbókar ósvikin upplifun og það jafnt,
þótt skoðendurnir séu lítt viðbúnir: menn hafa veður af frum-
heimildinni, heyra hvininn af vængjaslætti sögunnar, sannreyna
það, að sjón er sögu ríkari.
15 RA/KM 7.1.1893.
16 KB/JS 23.1.1893.
17 Blaðaúrklippur varðandi útlánsmálið eru meðal gagna málsins í KB/JS.