Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 104

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 104
104 LANDSBÓKASAFNIÐ 1991 veita viðtöku þremur eintökum af hljómplötum og snældum, þ.e. tal- og tónupptökum, sem gefnar eru út. Landsbókasafn varðveitir tvö eintök þessa efnis, en sendir Amtsbókasafninu á Akureyri þriðja eintakið. Nokkur vanhöld hafa verið á þessu efni á liðnum árum, en nú hefur Ragnar Agústsson, umsjónarmaður þess í '/2 starfi (er jafnframt við ljósritun í ‘/2 starfi), gert harða hríð að innköllun hljóðritanna og jafnframt dregið að eldra efni en frá 1977 eftir föngum. Þessu efni hefur nú öllu verið komið fyrir úti á 5. hæð Alþýðuhússins og um það verið búið vandlega. ÍSLAND í SKRIFUM Dr. Haraldur Sigurðsson hóf snemma á ERLENDRA MANNA árum að semja skrá um skrif erlendra manna um þjóðlíf og náttúru landsins, slíkur áhugamaður sem hann var um hvort tveggja, bækur og ferðalög. A árum sínum við Landsbókasafnið 1946-1978 vann að þessu verki öðrum þræði á vegum þess. Fyrir nokkrum árum fór ég þess á leit við Harald, að hann tæki þráðinn upp aftur með útgáfu skrárinnar fyrir augum. Vísindasjóður veitti nokkurn styrk til verksins 1987 og Eimskipafélag íslands annan styrk á þessu ári. Er það fagnaðarefni, að tekizt hefur að koma skránni á prent og notið varð til þess fulltingis höfundarins, er ritaði undir formála verksins á 83. afmælisdegi sínum 4. maí sl. Dr. Þorleifur Jónsson varð að miklu liði við vandasaman lestur prófarka. SÉRSTÖK í flokki, er nefnist Lykill, Rit um bók- VIÐURKENNING fræði, kom út á vegum Háskólaútgáf- unnar 1990 rit Rannveigar Gísladóttur Islensk frímerkjasöfnun og póstsaga. Heimildaskrá. Á frímerkjasýningu í Bergen í nóvember 1990, Bergen 90, hlaut Rannveig silfurverðlaun og sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir þetta verk. Á norrænni frímerkjasýningu, NORDIA 91, haldinni í Reykjavík í júní 1991, hlaut Rannveig enn silfurverð- laun fyrir umrætt verk sitt. RIT SAMEINUÐU Kim Garval, forstöðumaður upplýs- ÞJÓÐANNA ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, heimsótti Lands- bókasafn 4. október til viðræðna um rit Sameinuðu þjóðanna í vörzlu Landsbókasafns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.