Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 9
VÍNLANDSFERi) FLATEYJARBÓKAR
9
snoðir um, að hennar væri von, hjá stjórnarmönnum Árna Magn-
ússonar-sjóðsins, því að ráðuneytið hafði þegar 24. september
snúið sér til stjórnarnefndarinnar vegna þeirrar nærtæku, en
röngu hugmyndar, að handritið væri í Árnasafni. Kostulegt er, að
nefndin svaraði ráðuneytinu ekki fyrr en 7. október, þ.e. degi
seinna en Bruun svaraði, og á þann hátt, sem einungis verður litið
á sem stuðning við sjónarmið Bruuns. Þykir nefndinni, sem í
hvívetna telji öll tormerki á umræddu útláni, að ákvörðun í slíku
máli verði að taka á grundvelli „yfírlýsingar frá hinni stóru
Konungsbókhlöðu, er ætla megi að liggi nú fyrir“. Ráðuneydð er
þannig naumast í efa um afstöðu nefndarinnar til útláns á
handritinu, þótt hún hafi í upphafi máls síns tekið skýrt frarn, að
erindið „í núverandi rnynd sé Árna Magnússonar sjóðnum óvið-
komandi, þar sem það varði einungis „hinn svonefnda Codex
Flalogenis“, er eigi í raun við „Codex Flateyensis“, þ.e.a.s. Flateyj-
arbók, sem varðveitt sé í hinni stóru Konungsbókhlöðu“. Nefndar-
mennirnir, sem skrifuðu allra virðingarfyllst undir svarið, hafa
greinilega varla getað varizt hlátri hinna lærðu yfir vanþekkingu
þeirra amerísku og ráðuneytisins.8
Hér höfðu hinir sérfróðu háskólamenn lýst afstöðu sinni til
sígilds deilumáls á ljósan og ótvíræðan hátt. En annarra viðhorfa
gætti brátt, þegar Carl Goos menntamálaráðherra, er rætt hafði
nokkrum sinnum við Bruun, skýrði dómsmálaráðherranum frá
því 24. nóvember, að „málavextir hafi leitt til þess, að ríkisstjórnin
öll hafi fjallað um þetta mál og talið nauðsynlegt af stjórnmálaleg-
um ástæðum að verða við dlmælum Bandaríkjastjórnar um lán á
umræddu handriti“. Ráðuneytið sér því einungis ástæðu til að leita
umsagnar Bruuns um öryggisráðstafanirnar, því að tekið er
jafnframt frarn, „að umrætt lán verði einungis veitt með því
skilyrði, að allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir til varð-
veizlu handritsins verði gerðar á kostnað Bandaríkjastjórnar".9
Bruun beygði sig eftir mætti fyrir ákvörðun stjórnarinnar. í
8 RA/KM 7.10.1892. UndirsvariðritaJ. L. Ussing, S. BirketSmith, Ludv. Wimmer, t'ilh.
Thomsen og Joh. Steenstrup. Nefndin getur þess jafnframt, að önnur aðalheimild um
Vínlandsfrásagnirnar, Eiríks sagn rauða, sé til í tveimur handritum Árnasafns (AM 557
4to og AM 544 4to, hinni svonefndu Hauksbók, sbr. ONP: registre, s. 236), ánþess þó að
leggja til, að annað þessara handrita verði léð til að hlífa Flateyjarbók. — A íslenzkri
handritasýningu í Pierpont Morgan safninu í New York 1982 kusu menn að láta
uppskrift af Eiríks sögu rauða frá um 1800 vera til kynningar Vínlandsferðunum, sbr.
Icelandic Sagas, Eddas, and Art. Treasures Illustrating tlie Greatest Medieval Literary Heritage
ofNorthern Europe, Revkjavík 1982, s. 73.
9 KB/JS 24.11.1892.