Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 45

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 45
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR 45 þeirra manna, sem hafa gaman af kvæðum eins og ég og hafa vit á skáldskap, jafnvel þó að ummæli þeirra væru stráð beiskustu mustarðskornum. Ritdóm séra Bergmanns leit ég fljótlega yfir, en fannst eins og þér að lauma væri verið spilum undir borðið, þó að ég af ásettu ráði eigi hefði orð á því við þig. Og mér hefir verið sagt, að ritdómur sé í Eimreiðinni, en hefi ekki séð það númer. Þykir mér vænt um, að ég er ennþá ekki búinn að minnast á kvæðabálk þinn, en mig langar að minnast á þig einhverntíma einhversstaðar áður enn ég dey, og ég má ekki deyja bráðlega, því ég á margt eptir ógert. Safnarðamálum hér ætla ég í þetta sinn að sleppa, en eptir því sem mér heyrist á náunganum, þá sé undir niðri farið að brydda á „nuddi“ um framkomu prestsins. Gamli séra Oddur kve segja, að honum muni ganga vel fyrsta árið, þolanlega það næsta, en svo megi prestur fara að biðja fyrir sér. Mér hefir verið sagt, að Rúnki muni skoða kirkjulífið á fremur völtum fæti hjá ykkur þarna vestra. Hefir verið í ráði að koma þangað íslenskum kvenkennara, sem vinni að kirkjumálum. Jóhann minn Björnsson hefir víst í mörgu að snúast við safnað- armálin og búskapinn. Eg hefi tvisvar rispað honum línu um hvort bréf eða blöð til mín hafi komið á pósthúsið til hans og beðið hann að rita mér línu, en ekkert svar fengið. Tengdafaðir minn hefir skrifað mér góð bréf, og bjóst ég þó ekki við mörgum bréfum frá karli, með því hann er ekki vanur að fást mikið við bréfaskriptir, rétt svona út í bláinn. 24. mars 190L Eins og þú sérð á framanrituðum línum, hefir dregist að senda þér þær. Og nú hefi ég fengið bréf frá þér síðan, sem ég segi bestu þökk fyrir. Kvabb um að taka þátt í ræðuhöldum á samkomum, sem hér eru opt margar í viku, hafa hindrað mig frá heimilinu og þannig orðið til þess, að bréfaskriptir og fleira hjá mér hefir dregist. Reyni ég þó að hafa mig undan öllu því kvabbi eins mikið og ég get. En að hafa sig alveg undan því er ekki spaug. Hér er sá eilífi straumur fram og til baka, sem vill allt eins og í sig sölsa, og flokkarnir undir niðri rífast um hvern mann, sem nokkur biti þykir í. Maður fær hér ekki einusinni að eiga sólskinið, þó maður vilji; helst er, að maður fái að velta sér í moldarflagi. Sem stendur eru nú járnbrautarsamningarnir að gera alla æra og uppvæga. En ég reyni að halda mér fyrir utan það moldviðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.