Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 19

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 19
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 19 í stuttu máli heitir Jaað: „Ég get aðeins sagt, að ríkisstjórnin hefur að sínu leyti tekizt á herðar rnikla ábyrgð að senda bókina þangað yfrum, en ástæðan er ekki önnur en sú að láta undan löngun Ameríkumanna til að gera sýninguna í hvívetna sem allra athyglisverðasta. Við höfum þar ekki hina minnstu ástæðu til að fórna eða hætta nokkru til.“23 Goos menntamálaráðherra svaraði daginn eftir. Hann sagði um útlánið, „að stjórnin hefði haft sínar efasemdir um það“. Hann sagði, „að það væri fyrir miklu að varðveita J^etta handrit", en rangt væri, að mönnum gengi til þjóðleg hégómadýrð að vilja lána það; „maður getur vel skilið, að Bandaríkjastjórn hafi af þjóð- metnaðarsökum og virðingu fyrir mikilleik föðurlandsins óskað þess að geta sýnl þetta minnismerki um fortíð þess, og það er þeim jafnmikils virði og það er oss. Pað varðar oss miklu, því að það vísar einnig til fortíðar vorrar, því að hér er um forfeður vora að ræða. Nú þegar Bandaríkjastjórn hefur sótt þetta mál svo fast sem nokkur ríkisstjórn getur gert og sagt, að allt í mannlegu valdi verði gert til að varðveita handritið, fínnst mér það lýsa lítilli vinsemd í milliríkjaviðskiptum að segja nei, og því var það, að stjórnin féllst á að verða við óskum Bandaríkjastjórnar.“25 Hægri maðurinn Johannes Hage studdi menntamálaráðherr- ann. Hann taldi það „nrjög rangt að synja Bandaríkjastjórn um lán á þessu verki í tveimur bindurn, sem engan veginn eru nrjög stór“. Ef segja má, að ummæli Hages lýsi brigðulu skyni á stærð Flateyjarbókar — hún er stærst allra varðveittra íslenzkra skinn- handrita27 — bætir hann það upp með því að tengja útlánsmálið öðru máli, er sýnir næma tilfinningu hans fyrir þ\ í, hve miklu þetta mál allt geti varðað: „Þettaer víslega sjaldgæft verk, en hitt tel ég miklu verra, að ekki hefur enn tekizt að reisa hús yfir Konungs- bókhlöðu, er eldtraust sé, vegna J^eirra Ijársjóða, sem í safninu eru. Því virðist mér það ekki svo hættulegt að lána úr því eina bók til skamms tíma ... Verra er, að enn er ófengin nokkurn veginn 25 Sjá Rigsdagstidende. Forhandlingerpaa Folketinget. 45de ordentlige Samling 1892-93, II sp. 2803 f. 26 Sama rit, sp. 2906 f. 27 Samkvæmt lýsingu Kálunds (sbr. 1. athugasemd) er stærö handritsins 42.5 x 29 sm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.