Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 107
LANDSBÓKASAFNIÐ 1991
107
stofnun Háskólans í Tæknigarði. Reiknistofnun annast rekstur
vélbúnaðar og tölvunets Háskólans, en Háskólabókasafn og
Landsbókasafn sjá um rekstur bókasafnskerfisins að öðru leyti.
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Fjárveiting til Þjóðarbókhlöðu í fjárlög-
um fyrir árið 1991 reyndist 145 m.
króna, þótt álagning nýja eignarskattsaukans svonefnda væri
áætluð 335 m. króna. Sótt var 5. nóv. 1990 um heimild til að bjóða
út 11. áfanga, en hún var ekki veitt fyrr en 15. janúar. Tilboð voru
opnuð 19. febrúar og leyfi veitt 12. marz til að semja við verktak-
ana Harald og Sigurð. Framkvæmdir við áfangann hófust því ekki
fyrr en í apríl. Hann var einkum fólginn í vinnu við frágang í
turnum hússins, í málun þess að innan og klæðningu veggja á 1., 3.
og 4. hæð, svo að nokkuð sé nefnt. Aætlað var að ljúka 11. áfanga í
nóvemberlok, en vegna bruna verkstæðis þess í Þorlákshöfn, er
smíðaði viðarþil í fyrrnefndar hæðir, varð að leita annað eftir
smíði þeirra, og dragast framkvæmdir því fyrirsjáanlega framyfir
áramót.
Við tilkomu nýrrar ríkisstjórnar hét Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra þegar stuðningi við bókhlöðumálið og beitti
sér fyrir því, að bókhlöðunni yrði í frumvarpi fjárlaga fyrir árið
1992 ætlaður meginhluti eignarskattsaukans, eða 335 m. kr. Við
þeirri upphæð var ekki hróflað í meðferð íjárlaga á Alþingi. Ekki
reyndist unnt, þótt eftir væri leitað, að fá heimild til útboðs 12.
áfanga á árinu 1991 og vinna þannig dýrmætan tíma. Útboðið
varð að bíða nýs árs.
Hinn 31. maí var haldinn fundur með starfsliði Landsbókasafns
og Háskólabókasafns, þar sem fjallað var um Þjóðarbókhlöðu.
Finnbogi Guðmundsson ræddi um fjármál og framkvæmdir, en
Einar Sigurðsson um endurskoðaða rýmisskrá, er hönnuðir bók-
hlöðunnar mundu nú snúa sér að ásamt samstarfsnefnd um
Þjóðarbókhlöðu undir forystu Egils Skúla Ingibergssonar verk-
fræðings, framkvæmdastjórabyggingarnefndar. En nefndin átti á
árinu fjölmarga fundi með hönnuðum.
Á fundinum 31. maí gerði Þórir Ragnarsson jafnframt grein
fyrir hinu nýja tölvukerfí, Libertas.
Landsbókasafni íslands, 1. desember 1991,
Finnbogi Guðmundsson.