Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 21
VÍNLANDSFERÐ FLATEYJARBÓKAR 21 eldtraust bygging handa Konungsbókhlöðu, þ\í að það er langtum hörmulegra ,..“28 Þótt um útlán á sögusýningu væri að ræða, var eins og tíminn væri það, sem allir skeyttu sem rninnst um — Ameríkumenn höfðu gleymt eða a.m.k. ekki haft fyrir því að greina frá því, hvenær ætlazt var til, að til lánsins kæmi, og í Danmörku hegðuðu menn sér eins og tímasetningin væri tiltölulega lítilsvert atriði, eins og þessu útlánsmáli var komið. Svo síðla sem 27. janúar lagði Bruun þá tillögu fyrir menntamálaráðuneytið, að látið yrði ljósmynda fyrra bindi Flateyjarbókar, tillögu, sem hann var sjálfur mjög fylgjandi. Það var Louis le Maire ofursti í landmælingadeild herforingjaráðsins, er átti hugmyndina, og hann bauð einnig, að verkið yrði unnið á kostnað deildar hans. Hann áætlaði, að verkið mundi taka á að gizka 23 daga.29 En þegar löngu áður en þessi tillaga kom fram, og áður en málið varð opinbert, höfðu Ameríku- menn lýst viðhorfum og sjónarmiðum, sem áttu eftir að reynast ósamrýmanleg viðhorfum dönsku stjórnarinnar. Ameríski sendiherrann, Clark E. Carr, hafði snemma sent heim skýrslu um afstöðu Dana, m.a. að fylgdarmaður skyldi fara með handritinu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John W. Foster, hafði lagt málið fyrir W. E. Curtis, sérstakan erindreka heimssýningarinnar, og viðbrögðin orðið eftirfarandi í bréfi til sendiherrans í Kaupmannahöfn 22. desember: „Danska stjórnin og þjóðin hefur lagt sig í líma til að sanna, að norrænir sæfarar hafi fundið Ameríku á undan Columbusi, og staðhæfa, að þessi bók [Codex Flateyensisj geymi vitnisburð um þá staðreynd. Því var þess vegna trúað, að Danir mundu með gleði lána bókina á Chicagosýninguna þrátt fyrir það, hve sögulegt gildi hennar væri mikið. Engin fjárveiting er hins vegar til, er varið 28 Rigsdagstidende. Forhandlingerpaa Folketinget. 45de ordendige Samling 1892—93, II, sp. 2910 f. — Frændi Johannes Hages, Hother Hage, fulltrúi í menntamálaráðuneytinu, hafði lýst sama viðhorfi, er hann aðeins tveimur dögum áður spurði Chr. Bruun, hvort „ekki mætti af sama lilefni benda réttilega á þær hættur, er steðja dag hvern að Konungsbókhlöðu andspænis þeim hættum, sem þessu eina umrædda handriti kunna að vera búnar"; KB/JS 21.1.1893. 29 Sbr. skrif Bruuns til ráðuneytisins, RA/KM 27.1.1893. Að menn höfðu ekki gleymt með öllu tímaþættinum, verður ráðið af bréfmiða frá le Maire til Bruuns 28. janúar, þar sem le Maire biðst undan því að láta flytja bókina til sín „sunnudagsmorguninn eftir“ (KB/ JS). — Áætlun þessi leiddi til varánlegasta árangurs útlánsmálsins, þ.e. til verksins Flateyjarbók. Liiografisk Gengivelse af Afsnittet om Islændernes Opdagelse af Amerika i det fprste Aar af det 11. Aarhundrede, udgivet af Generalstabens topografiske Afdeling [Steinprent kaflansum Ameríkufund Islendinga á fyrsta ári 11. aldar, útgefið af landmælingadeild herforingjaráðsinsj, er kom út síðar á árinu 1893.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.