Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 51

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 51
BRÉF TIL STEPHANS G. STEPHANSSONAR 51 ef að þú hefðir tekið það svo, þó að liann sendi þér kverið, að hann ætlaðist til að fá ritdóm, með því hann gat til, að ég mundi liafa séð kverið hjá þér. Leiðrétti ég þá ímyndun. Lögbergi sagðist hann hafa sent kvæðin, en Magnús Pálsson hefði rekist á vísuna um Sigtrygg og hefði svo stungið þeim undir stól og aldrei látið Sigtrygg sjá þau. Við Kristinn hittustum rétt á förnum vegi og áttum ofurlítið tal saman. Fannst mér hann taka skáldskapinn þannig, að maður yrti sjálfum sér til skemmtunar, en eigi af því, að nokkur sérstök hugsjón vekti fyrir manni. Og er það ekki sam- kvæmt þeirri skoðun sem við höfum á skáldskapnum. Kristján okkar Ásgeir eitthvað domm. Sigurði Júlíusi hefi ég eins og engin börn getað átt með. Gamli Sigurður marr marr! Án þess að slá þér neina gullhamra eigum við best skap saman og getum þ\ í best orðið samferða á skandrinu út um heirna og geima sem léttúðugir æringjar og hlegið að sjálfum okkur og öðrum. Thompson okkar hitti ég hér á dögunum, og var hann upp- dubbaður og mikið öruggari og hressari í skapi en þegar ég heimsótti hann í fyrravetur. Sagðist hann vera í undirbúningi með að reisa Svövu upp frá dauða og var að biðja mig að vera sér innanhandar. Hefði ég þá tækifæri að koma út einhverjum stumpi um þig, því ég hefi það enn í huga. En ég vil ekki leggja á vaðið með það, nema að það geti verið okkur báðum til lofs og dýrðar. Gerðir þú vel, ef að þú rispaðir upp allar þær athuganir, sem þú vildir að gerðar væru við kvæðin, hvar þér fyndist best og hvar lakast, og eins bentir mér á allt það, sem gott væri að koma þar að, þó að út í frá væri. Einnig væri ekkert á móti, að þú segðir mér hvert af kvæðum þínum þér fyndist best samið. Máttu treysta mér sem einlægum vin þínum, og að þetta færi að eins okkar á milli. Þú hefír opinberlega mest lof fengið, eins og þú átt skilið. En svo eru líka margir, sem lasta þig ofan undir allar hellur, þó eigi sé það á prenti gert, og reyna að færa það allt til, sem dregur úr vináttunni við þig. Kunningjar þínir eiga þó optast hvassari örvar. Vísuna „Skriffinnur, skrumari, flón“ var slegið fram hér eystra, að þú mundir hafa ort um mig, og væri það þakkirnar fyrir „lofið“ sem ég hefði ort um þig. En sjálfur tek ég vísuna á allt annan veg, og hefír hún því ekkert breytt mér við þig. En meðal annars þökk fyrir vísurnar í bréfínu til mín, og hefi ég séð þær í Kringlunni síðan. Það eru nú komnir kunningjar mínir með glas upp á vasann, búnir að heita sér vatn og komnir með „púns“ inn á skrifborðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.