Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 14

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 14
14 ERIK PETERSEN hann veitti safninu forstöðu og bæri ábyrgð á fjársjóðum þess, yrði ekki svo dýrmætt eindæma verk lánað úr landi“.22 Bruun var nú ekki einungis vandi á höndum gagnvart nýja beiminum, heldur hafði hann einnig sitthvað við að kljást í hinum gamla. Athugasemdin í Aftenposten hlýtur að hafa gert honum gramt í geði, ekki sízt þegar þess er gætt, að sama dag og hún var prentuð í Christianíu birti hann grein í Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn, þar sem hann svarar greininni í National- tidende frá deginum áður. Bruun segir þar, að hann geti ekki vegna athugasemdanna í Nationaltidende „látið hjá líða að skýra frá því, að stjórn hinnar stóru Konungsbókhlöðu, þ.e.a.s. yfir- bókavörðurinn, hafi ekki nokkurt vald til að lána svo dýrmætt handrit. Par sem ég hef átt hlut að samningum um þetta mál, tel ég mig ekki hafa rétt lil að fjalla um það opinberlega. En ég tel mig ekki gerast sekan um framhleypni, þó að ég segi, að ákvörðunin um lán Flateyjarbókar hafi verið tekin af hinni konunglegu ríkisstjórn.“ Auðvitað vakti það athygli, að Bruun skyldi þannig hreinsa sig af ábyrgðinni á útláninu með því að vísa til ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar. Getið er um yfirlýsingu hans og mótspyrnu gegn láns- ákvörðuninni í Dannebrog 25. janúar (í ritstjórnargrein, „Dan- mark paa Chicago-Udstillingen“), þar sem einnig kom frarn eftirfarandi: „Sagt er, að hópur vísindamanna vorra hyggist gera enn eina tilraun til að fá breytt þeirri ákvörðun, sem tekin hefur verið. Ætlað er, að með því að snúa sér til menntamálaráðherrans verði hægt að knýja svo á, að dugi.“ Þetta varð ekki í síðasta sinn, að slíkur hópur freistaði þess að þrýsta á með svipuðum hætti. Dannebrog hafði eins og þegar var sagt litið á lán Flateyjarbókar á heimssýninguna í Chicago sem frægðarför bókar og var staðráð- ið í að líta á hinar jákvæðari hliðar málsins. I greininni 25. janúar er þess ekki látið ófreistað að benda á það auglýsingagildi, er fælist í láninu: „Ekkert blað í víðri veröld léti ógetið um þessa dönsku fjársjóði fornaldar og miðalda, og þar sem auglýsingar eru liður í hverri heimssýningu, er það mál fyrir sig litlu landi að segja nei við þeirra auglýsingu, er hin voldugu Bandaríki bregða upp af oss í 22 Bruun var kunnugt um þessa neitun og vakti athygli ráðuneytisins á henni þegar í fyrstu greinargerð sinni um málið 6. október 1892. — Guðbrandur Vigfússon skrifaði upp textann á tímabilinu frá febrúar 1858 til september 1864: sbr. Ejnar Munksgaard: Om Flat0bogen ogdens Histone, Kbhvn 1930, s. 30 (= eftirsama höfund Om defornislöndska handskrifterna meðsarskildhiinsyn til Flatöboken, Sth. 1936, s. 19), þar sem einnig er minnzt á hina amerísku beiðni um lán á handritinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.