Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 9

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Page 9
VÍNLANDSFERi) FLATEYJARBÓKAR 9 snoðir um, að hennar væri von, hjá stjórnarmönnum Árna Magn- ússonar-sjóðsins, því að ráðuneytið hafði þegar 24. september snúið sér til stjórnarnefndarinnar vegna þeirrar nærtæku, en röngu hugmyndar, að handritið væri í Árnasafni. Kostulegt er, að nefndin svaraði ráðuneytinu ekki fyrr en 7. október, þ.e. degi seinna en Bruun svaraði, og á þann hátt, sem einungis verður litið á sem stuðning við sjónarmið Bruuns. Þykir nefndinni, sem í hvívetna telji öll tormerki á umræddu útláni, að ákvörðun í slíku máli verði að taka á grundvelli „yfírlýsingar frá hinni stóru Konungsbókhlöðu, er ætla megi að liggi nú fyrir“. Ráðuneydð er þannig naumast í efa um afstöðu nefndarinnar til útláns á handritinu, þótt hún hafi í upphafi máls síns tekið skýrt frarn, að erindið „í núverandi rnynd sé Árna Magnússonar sjóðnum óvið- komandi, þar sem það varði einungis „hinn svonefnda Codex Flalogenis“, er eigi í raun við „Codex Flateyensis“, þ.e.a.s. Flateyj- arbók, sem varðveitt sé í hinni stóru Konungsbókhlöðu“. Nefndar- mennirnir, sem skrifuðu allra virðingarfyllst undir svarið, hafa greinilega varla getað varizt hlátri hinna lærðu yfir vanþekkingu þeirra amerísku og ráðuneytisins.8 Hér höfðu hinir sérfróðu háskólamenn lýst afstöðu sinni til sígilds deilumáls á ljósan og ótvíræðan hátt. En annarra viðhorfa gætti brátt, þegar Carl Goos menntamálaráðherra, er rætt hafði nokkrum sinnum við Bruun, skýrði dómsmálaráðherranum frá því 24. nóvember, að „málavextir hafi leitt til þess, að ríkisstjórnin öll hafi fjallað um þetta mál og talið nauðsynlegt af stjórnmálaleg- um ástæðum að verða við dlmælum Bandaríkjastjórnar um lán á umræddu handriti“. Ráðuneytið sér því einungis ástæðu til að leita umsagnar Bruuns um öryggisráðstafanirnar, því að tekið er jafnframt frarn, „að umrætt lán verði einungis veitt með því skilyrði, að allar nauðsynlegar og viðeigandi ráðstafanir til varð- veizlu handritsins verði gerðar á kostnað Bandaríkjastjórnar".9 Bruun beygði sig eftir mætti fyrir ákvörðun stjórnarinnar. í 8 RA/KM 7.10.1892. UndirsvariðritaJ. L. Ussing, S. BirketSmith, Ludv. Wimmer, t'ilh. Thomsen og Joh. Steenstrup. Nefndin getur þess jafnframt, að önnur aðalheimild um Vínlandsfrásagnirnar, Eiríks sagn rauða, sé til í tveimur handritum Árnasafns (AM 557 4to og AM 544 4to, hinni svonefndu Hauksbók, sbr. ONP: registre, s. 236), ánþess þó að leggja til, að annað þessara handrita verði léð til að hlífa Flateyjarbók. — A íslenzkri handritasýningu í Pierpont Morgan safninu í New York 1982 kusu menn að láta uppskrift af Eiríks sögu rauða frá um 1800 vera til kynningar Vínlandsferðunum, sbr. Icelandic Sagas, Eddas, and Art. Treasures Illustrating tlie Greatest Medieval Literary Heritage ofNorthern Europe, Revkjavík 1982, s. 73. 9 KB/JS 24.11.1892.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.