Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Síða 104
104
LANDSBÓKASAFNIÐ 1991
veita viðtöku þremur eintökum af hljómplötum og snældum, þ.e.
tal- og tónupptökum, sem gefnar eru út. Landsbókasafn varðveitir
tvö eintök þessa efnis, en sendir Amtsbókasafninu á Akureyri
þriðja eintakið. Nokkur vanhöld hafa verið á þessu efni á liðnum
árum, en nú hefur Ragnar Agústsson, umsjónarmaður þess í '/2
starfi (er jafnframt við ljósritun í ‘/2 starfi), gert harða hríð að
innköllun hljóðritanna og jafnframt dregið að eldra efni en frá
1977 eftir föngum. Þessu efni hefur nú öllu verið komið fyrir úti á
5. hæð Alþýðuhússins og um það verið búið vandlega.
ÍSLAND í SKRIFUM Dr. Haraldur Sigurðsson hóf snemma á
ERLENDRA MANNA árum að semja skrá um skrif erlendra
manna um þjóðlíf og náttúru landsins,
slíkur áhugamaður sem hann var um hvort tveggja, bækur og
ferðalög. A árum sínum við Landsbókasafnið 1946-1978 vann að
þessu verki öðrum þræði á vegum þess. Fyrir nokkrum árum fór
ég þess á leit við Harald, að hann tæki þráðinn upp aftur með
útgáfu skrárinnar fyrir augum. Vísindasjóður veitti nokkurn styrk
til verksins 1987 og Eimskipafélag íslands annan styrk á þessu ári.
Er það fagnaðarefni, að tekizt hefur að koma skránni á prent og
notið varð til þess fulltingis höfundarins, er ritaði undir formála
verksins á 83. afmælisdegi sínum 4. maí sl. Dr. Þorleifur Jónsson
varð að miklu liði við vandasaman lestur prófarka.
SÉRSTÖK í flokki, er nefnist Lykill, Rit um bók-
VIÐURKENNING fræði, kom út á vegum Háskólaútgáf-
unnar 1990 rit Rannveigar Gísladóttur
Islensk frímerkjasöfnun og póstsaga. Heimildaskrá.
Á frímerkjasýningu í Bergen í nóvember 1990, Bergen 90, hlaut
Rannveig silfurverðlaun og sérstaka viðurkenningu dómnefndar
fyrir þetta verk. Á norrænni frímerkjasýningu, NORDIA 91,
haldinni í Reykjavík í júní 1991, hlaut Rannveig enn silfurverð-
laun fyrir umrætt verk sitt.
RIT SAMEINUÐU Kim Garval, forstöðumaður upplýs-
ÞJÓÐANNA ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í
Kaupmannahöfn, heimsótti Lands-
bókasafn 4. október til viðræðna um rit Sameinuðu þjóðanna í
vörzlu Landsbókasafns.