Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.07.1992, Blaðsíða 12
12 ERIK PETERSEN þeim kröfum, er gera verður til sérfróðs fylgdarmanns og verðugs fulltrúa."15 Óvíst er, hvort það var þessi snjalla athugasemd eða skortur á hæfum mönnum í safninu sjálfu, er réð úrslitum. En 23. janúar tilkynnti ráðuneytið Bruun, að Valtý Guðmundssyni hefði verið falið fylgdarmannsstarfið."1 Að þessu leyti var málið orðið á undan sjálfri atburðarásinni. En að ýmsu öðru leyti átti það langt í land eða það sem gerðist var í engu samræmi við það. Tvær vikur liðu, áður en að því væri vikið aftur í dagblöðunum.17 Það varð 20. janúar, þegar Nationalti- dende birti lesandabréf undirritað „S.M.“, en fyrirsögnin var: „Vore Bibliothekskatte og Udstillingen i Cbikago". Höfundurinn hafði það á móti reglum þeim, er fylgja átti um lánið, að „amerískt berskip gæti nú sokkið eins og hvert annað gufuskip“. Ennfremur segir þar: „Bréfritara finnst, að safnstjórnin eigi að láta sér nægja að senda ljósmynd, sem yrði þá öllum aðgengileg og þannig virkilega til gagns og fróðleiks —, ef nú í raun og veru fyndist fólk, er löngun hefði til að setjast niður og rýna í íslenzku á heimssýn- ingu!“ Safnstjórnin tekst á herðar, segir þar, mikla ábyrgð, ekki aðeins gagnvart Danmörku, „heldur og Islandi, þaðan sem bókin er ættuð, já, og gagnvart Norðurlöndum öllum og lærdómsmönn- um Evrópu, er áhuga hafa á fornöld vorri“. Bréfritari hefur auðvitað á réttu að standa um þetta síðasta. Og hann eygir vissulega vanda, þegar hann hæðist að þeirri hugsun, að til sé fólk, sem vilji á heimssýningu fara að sökkva sér niður í íslenzku: miðaldahandrit sem sýningargripir eru víslega lítt að- gengileg og krefjast fyrirfram vitneskju, hið fjarræna tungumál, smæð stafanna og sérstaka gerð, afstaða til annarra heimilda, sem blasir ekki við, og sögulegt gildi, allt þetta krefst sérstakra skýr- inga, ef handritin eiga ekki að vera sem lokuð bók, hversu mjög sem þeim er brugðið upp til sýningar. A hinn bóginn verður að líta á það sem dálítið þröngsýnt og lágkúrulegt sjónarmið, er bréfritar- inn varpar fram af hótfyndni sinni, því að auðvitað felst í skoðun slíks handrits sem Flateyjarbókar ósvikin upplifun og það jafnt, þótt skoðendurnir séu lítt viðbúnir: menn hafa veður af frum- heimildinni, heyra hvininn af vængjaslætti sögunnar, sannreyna það, að sjón er sögu ríkari. 15 RA/KM 7.1.1893. 16 KB/JS 23.1.1893. 17 Blaðaúrklippur varðandi útlánsmálið eru meðal gagna málsins í KB/JS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.