Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 6
6 EIN KVÆÐABÓK ... tekið fram, að hann sé meðhjálpari, jafnframt því sem um hann segir: „Kann vel að skrifa og er vel lesinn og fróður í andlegu og veraldl." Um Húnbjörgu segir, að hún sé “sérlega skýr“, og um Þóru: „er skýr og fróð í betra lagi“. I dálki um bækur í húsinu eru taldar m.a. Biblía (Weisenhúsútgáfan 1747), Postillajóns Vídalíns og kristindómsbók hans, Grallari með pistlum og guðspjöllum, gömul sálmabók, Þórðarbænir, Vikubænabók, Upprisu og sigur- hróss bók sr. Jóns sál. Jónssonar o.fl. Brynjólfur fær þá einkunn hjá presti, að hann sé “prúðlyndur, skikkanlegur dánumaður“. Ekki er nú vitað, hver niðja sr. Hjalta erfði handrit það, sem hér er til umræðu. Handrit sjálfsævisögu hans, er áður getur, virðist hafa lent hjá Elínu dóttur hans, er giftist Markúsi Bergssyni sýslumanni í Ögri, en dóttir þeirra Ingibjörg var kona sr. Magnús- ar Teitssonar, er varð aðstoðarprestur sr. Hjalta í Vatnsfirði 1739 og fékk prestakallið eftir hann 1741. Hefði því handritið raunar getað gengið beint til þeirra. En sonur Magnúsar og Ingibjargar, sr. Markús Magnússon í Görðum á Álftanesi, skrifaði síðar, eins og fram er komið, upp æviágripið og eftir þeirri uppskrift seinast Páll stúdent Pálsson. Hvort handrit Kvæðabókar Ólafs á Söndum hefur lent hjá sr. Magnúsi í Vatnsfirði, verður nú ekki vitað. I Islenzkum æviskrám segir, að hann átti allgott bókasafn, en þótti lítill lærdómsmaður. í þeim segir í kaflanum um sr. Hjalta, að hann hafi kennt tveimur mönnum að mála, síra Runólfi Gíslasyni og dóttursyni sínum, sr. Þorbergi Einarssyni. En hann var sonur Guðrúnar Hjaltadóttur og var prestur á Eyri við Skutulsfjörð 1746-84. Væri ekki ósennilegt, að sr. Hjalti hefði gefið honum handritið fagra. Með hverjum hætti það varð síðar, 1759, eign Þóru Brynjólfsdóttur á Heydalsá, er vissulega ráðgáta. Sennilegt er, að Brynjólfur faðir hennar hafi fyrst eignazt handritið og fengið það hjá einhverjum niðja sr. Hjalta og hann síðan gefið Þóru dóttur sinni það 1759. Hún hefur farið frá Heydalsá fljótlega eftir það, og verður ekki séð, hvert hún hefur farið, en 1792 er hún skráð á Klúku í sömu sveit hjá systur sinni Sigríði, sem þar er búandi. Árið 1799 eru þær systur taldar sjálfra sinna á Klúku. I kirkjubókinni segir svo við árið 1804 um dána: „Þóra Brynjúlfsdóttir 76 ára jómfrú á Klúku í Miðdal deyði af ellilasleika og lá nokkuð áður í þyngslum og máttleysi, valinkunn og guðhrædd manneskja - deyði þann 9. Apríl og grafin þann 12ta ejusdem.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.