Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 49
SVEINBJÖRN EGILSSON 49 í fyrstu skólaræðu sinni frá haustinu 1819. Þar leitast hann við að sýna fram á að þekking og dygð geti ekki hvor án annarrar verið, enda sé maðurinn í senn skynjandi og sjálfráð vera. Þekkingarþráin er mönnum í blóð borin, en hún þarf að stjórnast af skynsemi til þess að maðurinn nái að viðhalda báðum eðlisþáttum sínum, hinum líkamlega og hinum andlega. Þekkingin er því tvenns konar, hagnýt þekking, sem beinist að því að viðhalda hinu líkamlega eðli, og hrein þekking, sem miðar að því að uppfylla hinar andlegu þarfir. Viðfang hinnar síðarnefndu er bæði heimurinn og maðurinn sjálfur, en tilgang- ur hennar að þekkja hið góða og gera það. Markmið menntunar er því siðferðilegs eðlis. Skólastarfíð og ástundun hinna ýmsu fræðigreina vinna að þessu markmiði með því vekja og efla með mönnum „tilfínníngu þess sanna, fallega og háleita", eins og það er orðað, annars vegar í náttúrunni, hins vegar í manninum sjálfum, því hið sanna, fallega og háleita í hugsunum og athöfnum er það sem kallað er rétt og gott. Fullkomnun mannsins er í því fólgin að rækta og efla með sér þessi tvö auðkenni sín, þekkingu og dygð, og gera hann með þeim hætti hæfan til að „leggja rétta virðing á heiminn og sjálfa oss“. í skólaræðunni frá 1819 víkur Sveinbjörn að markmiðum guðfræði, málfræði og sagnfræði út frá þessu sjónarmiði. Til- gangur guðfræðinámsins er beinlínis sá að leiða menn til dygðar, en dygðin er ekki aðeins góð í sjálfri sér, heldur er hún hið æðsta keppikefli mannsins. Markmið málanámsins er að gera nemandanum kleift að lesa forn rit á frummálinu og tryggja þar með að skilningurinn verði sem réttastur. En málanámið sem slíkt er ekki takmark í sjálfu sér óháð því efni og innihaldi sem hin fornu rit hafa að geyma. Það er aðeins undirbúningur að lestri og skilningi á bókmenntum og menn- ingu fornþjóðanna, jafnt kristinna sem heiðinna, og ástundun fornra mennta eflir með mönnum þekkingu og dygð með margvíslegu móti. Markmið sagnfræðinnar virðist á hinn bóginn einkum felast í því að efla siðvitið: hún gerir menn í stakk búna til að leggja dóm á aldarfarið, hvort heldur í fornöld eða nútíma, eflir greind þeirra og réttdæmi, kennir þeim að meta hið góða. Allar þessar fræðigreinar efla með mönnum tilfínn- ingu þess sanna, fallega og háleita og eru því, að dómi Svein- bjarnar, öflugt tæki til að leiða manninn til fullkomnunar í þekkingu sem á að verða forsenda dygðarinnar. Þekking og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.