Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 11
M.H. SÍRA HJALTA LORSTEINSSONAR
11
skrifa og þarmeð fundamenta musices. En með því sr. Jón, sem
áður var heyrari í Hólaskóla og amanuensis Mag. Þórðar/ síðar
biskups að Skálholti/, hafði stóra inclination til að afrissa ýmsar
myndir (hvað hann hafði séð af honum gjört) og hann það sama lét
bera fyrir sjónir sr. Hjalta, þá uppvaktist meir og meir sú eftirlang-
an hjá honum að þekkja og eftir því gjöra, sem hann í hálfviti síns
barndóms séð hafði á ýmsum myndum, sem honum voru þá
sýndar, gefnar og í hendur fengnar; og eftir það hann hafði
uppfræddur verið af nefndum sr. Jóni í latínu um 2 ár, bað hans
föðurfaðir sr. Gunnlaugur hr. biskupinn, (sem þá var hr. Gísli) að
taka hann í Hólaskóla, hvörju biskupinn í það sinn afsló, en
ráðlagði að senda hann í Hamborg eður Kaupmannahöfn að læra
málverk, og fleiri góðir menn lögðu sömu ráð. En sr. Gunnlaugur
hélt sínu fram, að halda honum við bókina, og þessvegna, fyrir
tillátsemi herra biskupsins, var hann sendur og meðtekinn til
skólans á Hólum, á sr. Hjalta 15. aldursári. Var þar þá rector
Þorsteinn, en heyrari Egill Sigfússon.
En með því herra Gísli biskup andaðist 1684, og þar eftir kom
magister Jón Vigfússon, var svo undir talað af Mag. Þórði, sem þá
var biskup Skálholtsstiftis, og sr. Gunnlaugi, að sr. Hjalti skyldi
þangað fara, hvað og skeði á hans aldursári 20asta. Tók þá
biskupinn hann til síns þénara. Ari síðar var hann frá Skálholts-
skóla dimitteraður, af rectore sr. Ólafi Jónssyni 1686. Þjónaði
hann svo hr. biskupinum allt til þess árs 1688, og þó herra
biskupinn vildi, að hann önganveginn gleymdi sínum bóklegu
iðkunum, hélt hann honum þó jafnliga til að læra og iðka sig í
afrissingum ýmislegum, skildiríe og málverki. Síðan með hans ráði
og styrk sigldi sr. Hjalti, með passa hr. amtmannsins Hendrich
Mullers, Recommendation biskupsins og síns skólameistara sr.
Ólafs, til þess konunglega Universitets í Kaupmannahöfn, með
kaupmanni Anders Beck 1688. Það sama ár deponeraði hann. Var
þá Professor philosophiae Dr. Caspar Bartholin; Rector
Magnificus Dr. Johannes Vandalinus, privatus præceptor sr.
Hjalti var dr. Vilhelm Worm. Að liðnum 2 árum gaf hann sig
undir examen theologicum (1690). Examinatores voru Dr. Joh.
Vandalin, dr. H.G. Masius. Character var Illum.
Síðan tók hann sitt testimonium publicum. Var þá Rektor
Magnif. Dr. Cosmus Bornemann. Kom svo aftur sama ár til
íslands. En með því herra biskupinn mag. Þórður var mjög gefínn
musica instrumentali, hafði og þar til clavicordium, Symphonie et