Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 97
LANDSBÓKASAFNIÐ 1992
97
Ögmundur Helgason sá um Halldórs-sýninguna, en undirritað-
ur um síðari sýninguna.
Rannveig Gísladóttir setti upp jólakortasýningu, er stóð yfír
jólin.
í síðustu Árbók láðist að geta um Barnabókasýningu í umsjá
Ögmundar Helgasonar 20.-28. apríl, en sýndar voru barnabækur
eftir Stefán Jónsson og myndir Tryggva Magnússonar við þær,
sem til eru í eigu Landsbókasafns. Til þessarar sýningar var efnt
fyrir tilmæli menntamálaráðuneytisins.
ÞJÓÐHÁTÍÐAR- Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs veitti Lands-
SJÓÐSSTYRKUR bókasafni á árinu 120 þús. króna styrk
til umbúnaðar handrita. Fénu var varið
til að láta gera utan safns sérstakar öskjur, er safnið lagði til efnið í.
INDEX Menningarstofnun Sameinuðu þjóð-
TRANSLATIONUM anna (UNESCO) hefur um langt árabil
gefíð út skrá um þýðingar verka á hinar
ýmsu tungur, og hefur Landsbókasafn lagt til efni í skrána, fyrst
með skrá um þýðingar á íslenzku 1976.
Utgáfa heildarskrárinnar hefur dregizt úr hömlu, en fyrir
nokkru var kallað eftir framlögum til hennar. Kolbrún Andrés-
dóttir í þjóðdeild safnsins gerði hríð að þessu verkefni, og var
íslenzka framlagið um þýðingar áranna 1984-90 sent í einu lagi
21. apríl.
ÁRBÓK Við prentun síðustu Árbókar, Árbókar
LEIÐRÉTTING 1991, urðu þau mistök, að efni 62. bls.
lenti á 61. bls. og öfugt.
FRAMLAG TIL Landsbókasafn hefur undanfarin ár
IFLA-VERKEFNA lagt nokkurt fé til fáeinna höfuðverk-
efna alþjóðasamtaka bókavarðafélaga.
Er þeim skipt í 5 flokka, er tengjast almennum aðgangi að ritum,
samræmdum skráningarreglum, viðgerð rita og varðveizlu, alls-
herjarupplýsingastreymi og fjarskiptum og loks eflingu bóka-