Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 54
54
SVEINBJÖRN EGILSSON
Bessastöðum þ. 9. aug. 1822.
Yðar elskulega bréf af 20. apr. gladdi mig yfirburða mikið; eg hef
ekki viljað skrifa yður aftur fyrr en nú, svo eg gæti haft þess lengur
af því smekkinn. Úr því þér skrifið mér dálítið af barlómi, verð eg
að skrifa yður nokkuð af barlómi í staðinn, því nú þykist eg fyrst
hafa rétt til að berja lóminn, ef enginn er búmaður, nema hann
berji sér. Það er þá fyrst það, að mér er farið að leiðast bágindasag-
an sem á hvörjum degi berst að austan, svo menn hér allraundir-
gefnast vænta bráðum hins allra versta, ef svo ber við, þó hefir hér
ekkert merkst af afleiðingum eldgossins, nema einhvörntíma
gránaði brydding á pilsi einhvörrar kerlingar sem einhvörntíma
gekk einhvörsstaðar í grasi. Verra en þetta þyki mér þó óþurrkur-
inn núna, því undir honum er nú komið lífið í þeirri einu kú sem
eg hefí; eg hefi keypt hér af sóknarpresti mínum lambsfóðrin, en
menn eru hér harðir viðskiptis og vega vott hey á apothekara vigt
og þykjast þó gera manni þénustu; prísarnir í kaupstaðnum hafa
verið góðir, 2.8 = 16 á rúgi mót físki, þó höfum við hjá þeim
speculerandi kaupmanni fengið tunnuna fyrir 5 Rbdl. NS. -
Gunnlögsen er sendur inn til skólans að lesa mathematík; í neðri
bekk arithmetik - og í efri b. geometrí, hann hefir á prjónum
mathematíkina félagsins, og lítur ekki upp úr nokkurntíma. Hann
segist nú vera kominn í paradís, og hann lætur víst ekki fara með
sig eins og Adam sálugi. - Það er skaði að svo góður logicus og
mathematicus hefir fallið upp á að búa sér til svo hlálegan
ruglaþeyting í philosophi, eins og hann hefir gert; hann segist hafa
verið að búa það til vikuna sem hann var í Altona. Eg hefí verið að
bera mig að umvenda honum, og hefí byrjað á því að sýna honum
hvaða skelfing mathematici ljúgi stundum, t.d. í meiningunni um
Legemernes Delbarhed i det uendelige; eg hefí fengið hann til að
fallast á að slíkt og þvílíkt væri phantasí og þvættingur, samt allar
þeirra uendel. Rækker og Potenser. Nú er eg kominn svo langt. -
Eg vil ekki eyða orðum að því hvað ánægður <eg> er nú, qva
giftur. Þér megið sjálfir best geta því nærri, sem þekkið mig og
mína. Heldur vil eg geta um, að eg er eins og þér í því falli, að eg er
ekki allskostar ánægður með Opinberingarbókina, þó kannske
það sé af því að hún er í mörgu eins og fallega samin gáta; ekki held
eg það sé samt ruglingur, nema það sé ruglingur sem er sibi
constans. Eg man ekki til eg hafi lesið fallegri Episoder nokkurs-
staðar (þegar eg kannske undantek einstöku útvalinn stað í