Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 76
76
SVEINBJÖRN EGILSSON
Nú kom glefsa, sem eg skildi ekki vel; þar næst er þetta:
Þér, sem ástundið
til orðróms vinna,
Farið ei dýpra,
en yðar færi er:
og veita sjálfir hinn sama,
gott er vörum að vera;
markið mið það,
hvar mætast bæði
heimska og hyggjuvit.
og með réttu
ritdómenda
eignast ágætt nafn!
Kostið um kapps
Nam náttúra
næmt að setja
hlutum öllum hóf;
hún drambláts manns
dularviti
haglega skorður skóp.
að kenna yður sjálfa,
og hvörs þér umkomnir eruð,
hvað andagiftar,
hvað óðsnilldar,
hvað yður sé lærdóms lént.
Eg segi nú eins og Páll skáldi: quomodo Tibi videtur in?
Með alúðarkveðju konu minnar.
Yðar hávelborinheita
auðmjúkur þénari
S:Egilsson
Utanáskrift vantar. Undir dagsetningu stendur: Sv. 3. apríl.
Skýringar: Skólaprógrammata: skólaboðsrit; Sekr.: Ólafur Stephensen dómsmála-
ritari; Popes — Criticism: Alexander Pope var enskt skáld uppi á fyrri hluta 18.
aldar. Essay on Criticism kom út 1711; quomodo Tibi videtur in?: Hvernig virðist
þér þetta?
Eyvindarstöðum 2. maii 1838.
Hávelborni herra amtmann!
Egmeðtókígæryðarelskulega bréfaf3. apr. næstl. Egþakkayður
ástsamlega fyrir það og upplýsingarnar um Essay on Criticism, að
ógleymdu yðar góða áliti á tilraun minni við útl. á Odysseu, sem eg
vil kappkosta að geta verðskuldað, þó eg fínni mig að mörgu
vanfæran þar til.
Fyrst ekkert er efnilegt að skrifa, nema fiskileysið, þá ætla eg að
skrifa yður hér vísur Páls skálda móti Fjölnir, þar eg veit ei hvört
þér hafið heyrt þær; og þó svo væri frnnst mér góð vísa aldrei of oft
kveðin; lagið er: Nú látum oss líkamann grafa.
1. Eg segi og ræð þér, svo sem vini: Sendu honum Gísla
Konráðssyni, „Gissuri hortitta", í geystum hast Gjörvalt
Breiðfjarðar rímnalast!