Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 52

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 52
52 SVEINBJÖRN EGILSSON arinnar sem þá geisaði um Norðurálfuna dróst að hann sigldi til háskólanáms fram á sumarið 1814. Námsferill Sveinbjarnar var með ágætum. Hann var guðfræðingur að mennt, en jafnframt manna best að sér í forntungunum latínu og grísku og í íslensku máli svo sem alkunna er. Sveinbjörn vann mikið að ritum þeim sem út komu hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi og Konunglega norræna fornfræðafélaginu, auk þess sem hann tók saman orða- bók yfír skáldamálið forna, þýddi Hómerskviður á íslensku og átti þátt í þýðingum á Nýja testamentinu 1826 og nýrri útgáfu á biblíunni 1841. Málið á bréfum hans endurómar í tungutaki Fjölnismanna og annarra sem lögðu rækt við að hreinsa og fegra íslenskt mál, en bréfín bera því einnig vitni að málfar Sveinbjarnar skírðist og hnökrunum fækkaði eftir því sem á ævina leið. Þegar bréfaskiptum hans og Bjarna lauk var hann nýtekinn við rektors- störfum við Lærða skólann. Honum vegnaði miklu verr í því starfi en meðan hann var kennari á Bessastöðum og svo lauk að hann sótti um lausn frá störfum um miðja öldina. Sveinbjörn lést 17. ágúst 1852. Um útgáfu þessara bréfa er rétt að taka fram að greinarmerkja- og stafsetningu hefir verið hagrætt að reglum nútímamáls, en ekki hróflað við orðmyndum. I erlendum orðum er stafsetningu bréfanna samt fylgt. Skammstafanir og styttingar eru látnar halda sér en nánar skilgreindar í skýringum við bréfín þegar þurfa þykir. Á einum stað er út af þessu brugðið. í 6. línu bréfs dags. 11. júní 1833 er prentað tengdaföður, en í bréfinu stendur tföður. Bönd eru leyst upp án auðkenningar, þá sjaldan þau eru notuð. Á tveimur stöðum hafa orð fallið niður af vangá og er þeim skotið inn í textann í oddklofa. Orð sem dregið er undir eru skáletruð. Á eftir hverju bréfi er tekið fram hvort utanáskrift fylgir, og hún birt ef svo er, og þar á eftir fer dagsetning svarbréfs, eða aðrar athugasemdir, sem Bjarni hefír skrifað undir dagsetningu lang- flestra bréfanna. Að síðustu fylgja þær skýringar sem ástæða þótti til að gera við bréfín. Bessastöðum þ. 21ta mart. 1822. Lengi hefir mig langað til að skrifa yður til fáeinar línur, en það hefír þó dregist til þessa, bæði af því að fátt hefir verið af mér að segja hingað til, og eg vissi, að þér munduð vera önnum kafnir; hvað því síðara viðvíkur, vona eg, að eg hitti nú ekki sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.