Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 39

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 39
FRÚ DISNEY LEITH OG ÍSLAND 39 sögu kirkjunnar fyrir siðbreytingu. Hún tók sér fyrir hendur að þýða elstu biskupasögurnar á enska tungu með þeim rökum, að þær væru ekki síður athyglisverðar en hinar veraldlegu bók- menntir frá sama tíma. í inngangsorðum að þýðingu sinni segir hún enn fremur, að einhvern tíma í framtíðinni, „þó ef til vill ekki á okkar dögum“, megi gera ráð fyrir, að kirkja ísleifs og Þorláks rísi úr öskustónni og að sú spásögn Gissurar biskups ísleifssonar rætist, að í Skálholti skyldi ávallt vera biskupsstóll, meðan ísland væri byggt og kristni héldist í landinu.35 Svipað viðhorf kemur fram, þegar hún er að segja frá „fjársjóðnum" úr Skálholtskirkju, sem þá var geymdur í Forngripasafninu í Reykjavík: „Megum við ekki gera okkur vonir um, að hann bíði þeirra tíma, þegar kaþólsk kirkja verður endurreist á Islandi?“36 Hér er undarlega að orði komist, þegar þess er gætt, að Disney Leith var ekki kaþólsk, heldur í ensku biskupakirkjunni. Ummæli hennar benda til, að hún hafi orðið fyrir áhrifum af Oxford- hreyfíngunni svonefndu. Eitt helsta markmið hreyfingarinnar var að vekja til lífs í ensku biskupakirkjunni „kaþólska“ helgisiði og trúarhugsun, eins og hún birtist tærust í kirkjunni á fyrstu öldum hennar. I þessu sambandi er athyglisvert að lesa það, sem Disney Leith sagði um kirkjuna á íslandi: „Hún virðist hafa orðið fyrir sömu örlögum við siðbreytingu og aðrar kirkjur í norrænum löndum og losnað ekki einungis við það, sem var gagnslaust og spillt, heldur glatað hinni postullegu vígsluröð.“37 „Hin postullega vígsluröð11 var hugtak, sem mjög var haldið á loft innan Oxford- hreyfingarinnar, en með því er átt við, að biskupar hafi þegið embætti sitt og vald eftir órofa vígsluröð frá fyrstu postulum Krists.38 Fylgismenn hreyfingarinnar töldu sig þannig eiga miklu fremur samleið með rómversk-kaþólsku kirkjunni en mótmæl- endum. Disney Leith hefur því borið virðingu fyrir Jóni Arasyni af trúarlegum ástæðum, en einnig má ætla, að hún hafí litið á hann 35 Stories of the Bishcps of Iceland (bls. 5-6). I. The Stories of Thorwald the Far-Farer, and of Bishop Isleif. II. Húngrvaka (The Hunger-Waker), being Chronicles of the first five Bishops of Skalholt. III. The Story of Bishop Thorlak the Saint. Translated from the Icelandic „Biskupa Sögur“ by the author of „The Chorister Brothers". London 1895. 36 Three Visits to Iceland, bls. 60. 37 Stories of the Bishops of Iceland, bls. 5. 38 The New Encyclopcedia Britannica. Volume 8. Micropædia. Chicago 1989, bls. 657-658 (Newman, John Henry); Volume 9, bls. 30 (Oxford Movement).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.