Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 57

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 57
BRÉF TIL BJARNA ÞORSTEINSSONAR 57 stjarnanna; og kraftar himnanna hrærðust og stjörnurnar hröp- uðu af himni, og húsið fullt af reyk og þoku varð, svo að mér tók að gerast súrt í augunum, eins og Skarphéðni forðum, og lítið varð af hugsun og verki fyrir mér þann tíma; síðan hefír lagst á mig heiðingleg (þ.e. látínsk) búksorg, sem eg ekki verð laus við fyrr en að vori komanda, það er að umsnúa Ólafssögu á latínu, sem N.F.F. hefír velt upp á mig, svo eg má með sönnu segja um mig, það sem Páll skáldi kvað um sig: óð í látínu etc: því hefí eg ei haft tíma til að gegnumganga kvæðin enn; eg ímynda mér og að æviminning og útgáfa kvæðanna eigi að vera fyrir eftirkomendurnar, en ekki fyrir þá sem nú lifa, sem síður þurfa þess, því verkin eru gengin á undan. Mér sýnist það sem séra Arni hefír ávikið í ræðu sinni af lífssögu Gröndals vera svo ágætt, að annað lengra yrði ekki betra, þó til væri, síst af mér; sýnist mér því nægja að láta prenta ræðuna sér fyrst um sinn. En kvæðin ættu að koma sér, svo það andlega og veraldlega verði sitt í hvörjum vasa; nokkuð hef eg tínt úr af smákvæðunum, sem enn þarf að hreinsast betur, en þó held eg töluvert sé eftir enn. Sumt veit eg ei með vissu, hvört hann á. Þar eru fáeinar stökur undir nýrri hrynhendu, sem eg þó held af andanum að sé hans, nl. viðbót við Ulfars rímur, þar sem Þorlákur hætti, en hann mun annað hvört hafa þreyst við þá aldýru hrynhendu, eða ekki treyst sér til lengdar að halda í við Þorlák, sem er homeriskur, þ.e. sofandi og vakandi. - En eg ætla nú að hætta að sinni og fela mig yðar vinsamlegri endurminningu. - Yðar hávelborinheita elskandi vin S:Egilsson Utanáskrift vantar. Undir dagsetningu stendur: Sv. 9. janr. 1828. Skýringar: að prenta œviminningu tengdaföður míns: Sveinbjörn vann að útgáfu á ljóðmælum Benedikts Jónssonar Gröndals; heiðingleg búksorg: þýðing Ólafs sögu Tryggvasonar yfir á latínu fyrir Hið konunglega norræna fornfræðafélag (N.F.F.); Páll skáldi: Séra Páll Jónsson í Vestmannaeyjum, hann var vel skáld- mæltur og lét ýmsan kveðskap eftir sig; séra Ámi: Árni Helgason prófastur í Görðum; Úlfars rímur: Rímur af Úlfari sterka eftir Þorlák Guðbrandsson og Árna Böðvarsson fyrst prentaðar í Hrappsey 1775 ogaftur 1834 í Viðey. Af bréfínu er helst að skilja að Benedikt Jónsson Gröndal hafi ætlað sér að halda þar áfram sem Þorlákur hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.