Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 13
M.H. SÍRA HJALTA ÞORSTEINSSONAR 13 af hverjum margar eru útkomnar til Kaupmannahafnar og víðar. Cætera cæteri. Hér endar sr. Hjalta eiginhandarrit, sem sums staðar var orðið illa læsilegt. Þar eftir lifði sr. Hjalti 7 ár. Hann dó 1752, þá 87 ára gamall. JÓN ÞORKELSSON Ólafur Jónsson (séra Ólafur á Söndum), af hinni kunnu Hagaætt á Vesturlandi, fæddist árið 1560 á Bæ (Saurbæ) á Rauðasandi, þar sem Eggert Hannesson lögmaður (d. - 1581-82) bjó um þær mundir. Hann var alinn upp af tengdasvni Eggerts, höfðingjanum og skáldinu Magnúsi Jónssyni prúða. Ólafur varð prestur í Sauð- lauksdal 1590 og sex árum síðar (1596) á Söndum í Dýrafirði, þar sem hann lézt 1627. Finnur Jónsson hefur þau orð um hann, að hann sé lærður maður og gáfaður („vir doctus & ingenio pollens") og séu hinir mörgu og ágætu sálmar hans, líflegir og andríkir, mikils metnir af öllum guðræknum og góðum mönnum („hujus permulta 8c egregia poemata sacra, vita 8c spiritu plena, qvæ a piis 8c bonis omnibus... magni æstimantur.“) (Hist. Eccl. Isl. III, 199). Hið frábæra skáld Stefán Ólafsson hefur í eftirfarandi erindi farið svofelldum orðum um skáldið: Séra Ólafur á Söndum sálma og vísur kvað, margt gott hefur í höndum hver sem iðkar það, því var skáld skipt skýrleiks andagift; mig hafa ljóð þess listamanns langseminni svipt; fáir fara nú lengra, þó fýsi að yrkja þrengra. (Sjá Kvæði eftir Stefán Ólafsson 11,41.) Finnur Jónsson biskup harmar, að safn kvæða Ólafs skuli aldrei hafa verið prentað og sé því í fárra manna höndum. Þó eru söfn kvæða hans engan veginn fágæt. Allfullkomið safn kvæða hans er til a.m.k. í þeim stöðum, er nú verða taldir: British Museum Collect. F. Magn. nr. 179 4to, fullkomið safn, nákvæmlega skrifað („collectio completa, accurate scripta“), Advoc. Libr. Edinb. Collect F. Magn. nr. 72 4to með stuttri ævisögu skáldsins („cum brevi auctoris biographia“), skrifað 1769 í Hítardal, Ny kgl. saml. nr. 139 B 4to, skrifað 1655 (sennilega elzta handrit, sem til er), Ny kgl. saml. 1899 B 4to, skrifað 1762; A. Magn. nr. 240 8vo, skrifað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.