Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 66
66
SVEINBJÖRN EGILSSON
ófullkomið og sumt ábótavant þar í, þyki mér engin skömm að játa.
Eg misann engum að vera fullkomnum í orði og verki. Eg þykist þá
vera búinn að sýna, að þér hafið ekki nákvæmlega aðgætt alls
staðar yðar præmissas og að dómur yðar verður því, eins og von er
til, harðari en eg átti von á og það sem á dönsku kallast „overfla-
disk“. Eg er reiðubúinn til að svara upp á singula, en reservera mér
mín principia. Þér munuð vissulega forláta mér það ónæði, sem
þér hafíð neytt mig til að gera yður með því að fá yður svo langt
bréf að lesa, og vorkennið þetta echo frá skóginum
yðar hávelborinheita
elskandi heiðrara
SiEgilsson
Utanáskrift vantar. Undir dagsetningu og ávarpsorðum stendur:
Ósvarað, þar bréfið ei inniheldur neitt, sem er svars vert; heldur upp á útgáfu
af Gröndals kvæðum, margt öldungis rangt og sumt mikið rangsnúið, hvað hægt
er að bevísa, ef þessi kvæði yrðu á ný út gefin.
Bjarni Þorsteinsson var skjólstæðingur Benedikts Jónssonar Gröndals í skóla
og reyndist honum síðar stoð og stytta þegar mótlæti og heilsuleysi krepptu að
Gröndal. Af bréfum Þorgeirs Guðmundssonar til Bjarna má ráða að Bókmennta-
félagið hafi haft hug á að gefa kvæði Gröndals út og Bjarni hefði umsjón með
útgáfunni. í Lbs. 17544toeru varðveittarnokkrarathugasemdiroguppskriftiraf
kvæðum Benedikts Jónssonar Gröndals komnar frá Bjarna, sem ekki eru í fyrstu
útgáfu kvæðanna sem Sveinbjörn sá um.
Skýringar: præmissis: forsendum; Stolberg: Sennilega Fr. L. Stolberg greifi og
skáld, samtímamaður Gröndals; Barrere: Hann „var einn af þeim blóðgírugustu
frönsku stjórnarherrum árin 1793-1795“, segir í Lbs. 1754, 4'°; bizarr: furðuleg-
ur; Pitt: William Pitt, enskur stjórnmálamaður samtíða Benedikt Gröndal eldri;
Paródí: skopstæling; Dedication: tileinkun; philosophiskt: heimspekilegt; de raptu
Proserpinœ: um rán Proserpínu; korrektúruna: próförkina; manuscriptum: handrit;
deficere: skorta; það metriska ogformelle: það form- og bragfræðilega; philologi og
antiquarii: málfræðingar og fornfræðingar; Jonsonius: Jón Johnsoníus sýslumað-
ur fékkst mikið við forn íslensk fræði á Hafnarárum sínum; J. Olavius: Jón
Ólafsson Svefneyingur; Þjóðólfi Amórssyni: hirðskáld í Noregi á 11. öld; Finn
Árnason: norskur höfðingi á sama tíma; singula: einstök atriði; reseruera mér: held
mér við; principia: meginreglur.
Eyvindarstöðum þ. 9. nóvembr 1835.
Hávelborni herra amtmaður!
Mesta ánægja og skemmtun var mér, þegar þér voruð svo góðir
seinast að koma inn til mín á Bessastöðum, og þótti mér þó sú
stund helst of stutt, því lengi hafði eg ei munnlega við yður talað,