Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 81
BRÉF TIL BJARNA ÞORSTEINSSONAR
81
fyrrum kaupmaður (borgari) G. Pétursson, mágur séra H. Thor-
dersens, í Innri Njarðvík. Mín störf hversdagslega eru hin sömu.
Mikið vel líkar mér við Árna, og ekki sýnist mér vafi á því, að hann
hafi góðar gáfur. Það var vel þér minntuð mig á Odysseuna, eg var
búinn að gleyma því; eg skal hafa til 12 seinustu bækurnar, þá þér
komið í sumar; vænst væri, ef fyrra bindið þá gæti verið til
eftirsjónar fyrir bókbindarann. Annars er bráðum von á annarri
útgáfu af henni. Stiftið skrifaði mér til um það fyrir jólin, að það
hefði í hyggju að gefa hana út í Rvíkurprentsmiðju, svo sem
einhverja skemmtunarbók fyrir almenning, sisona til húslestra. Eg
gat ekki, þá svo var komið, undan því mælst að endurskoða
útlegginguna og yfirfór 4 fyrstu bækurnar í upplestrartímanum
um jólin, varð að hreinskrifa þær sjálfur, því pappírinn á þeim
bókum er slæmur og öll útgáfan annars svo þéttprentuð að ekki
verður á skrifað. Eg ætlaði líka að gera réttritunina nokkuð
samkvæmari sjálfri sér en áður var. Þessi nýja útgáfa á að vera með
nýju latínuletri, sem koma á inn í vor. Ekki er þess að vænta, að eg
geri þá bót í þessu, sem í augu geti fallið, og er eins víst eg skemmi í
stað þess að bæta. Því ætlun mín er, að þetta verk þyki nú lítt nýtt;
því það er eins og veröldin skeiði áfram eins og hestur (eg meina
ekki rösulan hest). Þá er um fulltrúavalið og rektorsembættið: í
þessu fór eg eftir því, sem minn genius sagði mér (þér munið hann
jánkar aldrei), og mér þykir vænt um, að yður sýnist, eins og mér
var sagt, um hið fyrra. En hvað segið þér um það: núna um daginn
gekk eg inn í Bindindisfélagið, og dr. Scheving, sem eg má segja að
ekki hefir bergt á áfengum drykk í 16 ár, gerði það líka. Það
stendur svo á því, eins og þér vitið af Fjölnir, að 2 skólalærisveinar
gengu inn í það í fyrra; síðan bættust fleiri við, en þó voru æði
margir eftir. Til þess nú að koma á þá rekspölnum gerðum við
Scheving þetta, og varð góður árangur að því. Held eg þetta
nauðsynlegt fyrir skólalærisveina, að þeir haldi sig öldungis frá
áfengum drykkjum, einkum þá þeir eiga að fara til Rvíkur. Eg
hafði ekki smakkað þá fyrr en eg kom til Khafnar, 24 ára gamall,
og enn man eg hvaða kvöl eg átti með í fyrstunni að fá púns ofan í
mig, þegar riddari B. Sivertsen kenndi mér að drekka það. Síðan
þá tíð hefi eg aldrei haldið mér frá þess konar drykkjum, án þess eg
geti sagt að eg hafi haft neina sérlega löngun til þeirra, en þó oft í
kunningja félagi neytt þeirra meir en frjálsleg lyst heimti, sem
helst var um tíma á Bstöðum, meðan B. Thorarensen sál. var á
Gufunesi. Hvað sjálfan mig snertir, er það þá engin dyggð að gera