Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 84
84
SVEINBJÖRN EGILSSON
Utanáskrift: Hávelbornum/ herra konferenceráði Thorstensen/ ridd. af Danne-
broge, etc./ að/ Stapa.
Undir dagsetningu stendur: Sv. 15. novbr.
Skýringar: ass. Johnsen: Jón Jónsson assessor í yfirdóminum í Rvík; dr. Scheving:
Hallgrímur Scheving; .S'. Melsteð: Sigurður Melsteð.
Reykjavík þ. 28. febr. 1847.
Hávelborni hæstvirði herra konferenceráð!
Pað sem eg einkanlega vildi minnast á, er um Árna son yðar, að því
leyti sem þér skrifuðuð mér til næst, að yður væri helst að geði, að
hann dveldist enn einn vetur í skóla, og kváðust hafa ritað biskupi
hið sama. Eg var allur á yðar meining í þessu og við biskup báðir,
hélt eg að Á. mundi hafa gott af því og geta orðið fastari. En af því
eg fylgi oft þeirri reglu, „nihil invita Minerva“, þar sem eg með
góðu móti kem henni við, þá nefni eg þetta við Á., og hann segist
gjarna vilja vera, ef sér geti farið fram, en þó verð eg þess var, að
þetta er eitthvert tillæti og að hann vill ekki mótsegja mér eða yður
og að hann í rauninni vill fara. Sama segir hann við biskup. Nú
þegar líður að þorraprófí, biðja skólasveinar tilsjónarmennina,
þeir sem næsta vor bjuggust við að taka lausnarpróf, að lofa sér að
taka það í tvennu lagi, eins og ráð er fyrir gert í skólareglugj. 14.
gr., og leyfa tilsjónarmenn þetta, með því eg og kennararnir
vorum því ekki mótfallnir. En daginn áður en prófíð skyldi vera
(það átti að vera í latínu, grísku og dönsku, hitt skyldi bíða sumars),
þá kveður Á. upp við biskup, að hann vilji ganga upp, og setur nú
biskup út á mig að þetta færi fram, og það verður. Gengur Á. svo
upp með hinum öðrum og hreppir einkunnina „dável“ í þeim
áminnstu þremur lærdómsgreinum, kom þar fram liðleiki hans og
nærfærni, sem eg hafði orðið var við hjá honum fyrst, en sem mér
sýndist farinn vera að réna seinni árin. Prófsetumenn voru biskup
og séra Ásmundur dómkirkjuprestur, prófdómendur voru 3,
annar af prófsetumönnum, prófsmaður og einn af skólans kenn-
urum (til skiptis Jens eða Sigurður); þar voru bókuð spursmál þau,
er tiltekin voru af prófdómendum, og svo svör þau mörg, er móti
komu, viðlíka og þá menn taka embættispróf. Nú kann eg ekki
þessa sögu lengri.
Sóttnæmt hefir verið í skóla af taugaveiki. Dánir 2 skólalæri-
sveinar, Stefán Guðnason frá Ljósavatni, sem átti að útskrifast í