Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 93
LANDSBÓKASAFNIÐ 1992
93
og verður mikið verk að leysa úr þeim öllum, ekki sízt þeim, er
snerta tengingu fjölbindaverka.
Þeir flokkar, sem strikaletursmiðar hafa ekki enn verið límdir á,
eru:
fOO - 199
200 - 299
340, 350, 360 og 370
500 - 599
600 - 699
794
Lundborgssafn
Starfslið deildarinnar er, eins og kunnugt er, mjög bundið við
hin daglegu störf, upplýsingaþjónustu og salsvaktir, svo að örðugt
reynist að þoka ýmsum sérverkefnum áleiðis, en þess verður þó
freistað eftir því sem frekast er unnt. Deildinni bættist í nóvember
nýr starfsmaður, þegar Ragnhildur Bragadóttir bókasafnsfræð-
ingur var ráðin að henni í fullu starfi.
BÓKBANDSSTOFA Tryggvi Sveinbjörnsson forstöðumað-
ur bókbandsstofunnar lézt 22. ágúst
(1992), og er hans minnzt með söknuði, um leið og þökkuð eru
störf hans á liðnum árum, en hann hafði gegnt forstöðumanns-
starfinu frá 1. júní 1973.
Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir, er voru í Vz
starfí hvort, unnu í fullu starfi frá 16. september, en síðan var
Ragnar settur forstöðumaður stofunnar frá 1. desember að telja
að undangenginni auglýsingu stöðunnar.