Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 98
98
LANDSBÓKASAFNIÐ 1992
safnsfræða í þriðja heiminum. Háskólabókasafnið í Uppsölum
hefur umsjón með síðasta flokknum í nánu samstarfi við söfn á
Norðurlöndum. Framlag Landsbókasafns til þessa viðfangsefnis
er miðað við höfðatölu, þ.e. að styrkurinn sé svipaður á mann
miðað við framlög hinna Norðurlandaþjóðanna. En auk þessa
styrkir Landsbókasafn í einu lagi hin verkefnin, sem talin voru.
LEIGUHÚSNÆÐI Enn bættist við leiguhúsnæði utan
safns, þegar 20 m2 herbergi á 3. hæð
Alþýðuhússins var tekið á leigu frá 1. október.
Landsbókasafn var fyrir með leiguhúsnæði í Alþýðuhúsinu, 150
m2 á 2. hæð og 170 m2 á 5. hæð. Mikið hagræði er að því, hve nálægt
húsið er Safnahúsinu.
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Eins og fram kom í síðustu Árbók, varð
að bíða fram yfir áramót heimildar til að
bjóða út 12. áfanga. Jafnskjótt og sú heimild fékkst snemma í
janúar, var áfanginn boðinn út með tilboðsfresti til 24. marz, þar
sem um mikinn og allflókinn áfanga, svokallaðan loftaþátt, væri að
ræða. Tilboð reyndust, þegar á hólminn kom, mun lægri en
kostnaðaráætlun hönnuða. Hvort tveggja var, að þröngt var á
vinnumarkaði og efnissalar höfðu lækkað verð til mikilla muna frá
því er hönnuðir unnu að áætlun sinni og könnuðu verð hjá þeim.
Tilboð það, er tekið var, reyndist vera frá Hagtaki og hljóðaði
upp á 218 milljónir, en áætlun hönnuða var 321 milljón.
I greinargerð byggingarnefndar í maí um fjárþörf á árinu
umfram 12. áfanga, svo sem til reksturs byggingar, hönnunar og
undirbúnings flutninga, kom fram, að eftir urðu 39 m. til annarra
verka. Tillaga var gerð um, hver þau verk væru, og féllst ráðuneyt-
ið síðar á árinu á þá tillögu.
Heildarfjárveiting til Þjóðarbókhlöðu á árinu var 335 m.kr.
Vegna þess hve seint framkvæmdir hófust við 12. áfanga, var sýnt,
að áfanganum yrði ekki lokið fyrr en undir vor á árinu 1993 og
hluti fjárveitingar ársins 1992 yrði því fluttur á milli ára.
Samstarfsnefnd um Þjóðarbókhlöðu undir formennsku Egils
Skúla Ingibergssonar verkfræðings hélt reglulega fundi með
hönnuðum og Einari Sigurðssyni, er leystur var frá háskólabóka-
varðarstarfí sínu 1. des. 1991 allt til nóvemberloka 1992 til þess að