Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 60
60
SVEINBJÖRN EGILSSON
flestum þykir ljótt. T.d. Illt veri jafnan Einari kút, er, me judice=
Guði lof skal önd mín inna. Þó sleppi eg þessari vísu, á móti öllum
æstetiskum reglum, einungis af elsku til náungans (um þær
juridisku röksemdir kæri eg mig ekki, a: þó hann stefndi mér!).
Hvað niðurröðun snertir, ætla eg ekkert að kæra mig um logik,
heldur henda saman eftir höfuðefni, en kasta hinu saman í bunka.
Svoleiðis ætla eg að hafa sér útleggingar, og sér frumkveðið; þetta
er nú að sönnu ekki móti réttri deilingu. Því frumkveðna skipti eg í
kafla, t.d. grafskriftir og erfíljóð, vinavísur og lukkuóskir, man-
söngsvísur, ádeiluvísur um vissa menn (bæði fornmenn og aðra),
aldarfarsvísur, andlegar vísur (hvar af fátt var). Svo set eg hitt allt í
vísur ýmislegs innihalds, sem verða tækifærisvísur mest allt, og
seinast hef eg það sem skáldið kvað um sjálfan sig, svo að vísan:
Gröndal sig til grafar bjó (kveðin 1812), lykur bókina. Divisionin í
alvarleg kvæði, gamankvæði, gamans- og alvörukvæði hefir, þá
öllu er á botninn hvolft, viðlíka annmarka sem þessi hvörsdagsl.
deiling að vísu hefir.
En hjartanlega varð eg feginn að lesa það sem þér skrifið um
ágrip af ævisögu Gröndals sál. Stór yfirsjón er það af mér, að eg ei
bað yður um hjálp til þess, eg bið yður því fyrir alla muni að leggja
þar til þann skerf sem þér öllum fremur getið og viljið leggja. Þér
eigið að semja það allt. Eg var farinn að semja nokkuð, allt þurrt,
ómyndarlegt, engin rétt biographi, því eg var ei svo kunnugur, lét
mér því nægja nudam veritatem historicam, hvör að sönnu aldrei
ætti að verða sér til skammar, en tekur ei á móti fegurð, nema hjá
þeim sem eru enþeoi og poietai, af hvörri gáfu þér hafið mikla
guðs blessun; guð sá að mér var slíkt óhollara, gerði mig því
þumbaralegan, og þurrsteytingslegan; lof sé honum! Data, sem eg
hefí til ævisögunnar, eru yður kunnug: 1) testimonium mag.
Hálfdans. 2) petitiones Gröndals. 3) Ansögning hans um
vicelögm. emb. 4) Guðmundur Schagfjord, sem var honum sam-
tíða á Hólum og í Innrahólmi. Hans Characteristik ætlaði eg <að>
taka orðrétt úr líkræðu séra Arna, þar eg sá að hún var sönn og hin
snotrasta í fáum orðum. Mína þekkingu á Gröndal sál. tel eg enga;
mér er svo varið, að eg þarf 49 ár til að þekkja manninn, og þekki
hann þó kannske ekki. Eg sá hann veikan, og þó sterkan sem hetju;
en hans sjálfráða líf þekkti eg alls ekki. Að skapa characterer og
mála þá, þar á hefí eg óbeit, rétt eins og á öllum romaner, hvörjum
mér býður við, eins og úldnu eggi. Eg sleppi þessu rugli, en sendi
yður ómyndina svo langt sem eg var kominn, geri þér við það hvað