Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1993, Blaðsíða 74
74
SVEINBJÖRN EGILSSON
P. s. Biblíubjörn er rokinn-íburt ogvestur strokinn;-hann slapp
úr höndum mér. Bréfinu fæst því frestur, - uns ferðast héðan
vestur - mælinga magister. - (o: Gunnlögsen adj.)
Utanáskriftvantar. Undir dagsetningu stendur: Sv. 20. nóvember, og yfír henni:
Meðtekið 14. september.
Skýringar: athugasemdum: sennilega þær sem eru í Lbs. 1754, 4'°; satirisk: háðsk,
meinleg; œstetík: fagurfræði; Eftirmœlunum ogFélagsritonum: Eftirmælum 18. aldar
og Lærdómslistafélagsritunum; lektors: Jóns Jónssonar á Bessastöðum; mœlinga:
skr. ofanl. yfir gríska orðinu Ma§Tigáxcov.
Eyvindarst. 8da martii 1838.
Hávelborni herra amtmaður!
Næst alúðarþakklæd fyrir yðar góða og kærkomna bréf af 20. nóv.
1837, og þar í framsettar fróðlegar athugasemdir við Gr. kvæði,
minnist eg á það sem þér í eftirskrift yðar bréfs mælist til að fá
Skólaprógrammata pro 1830 og 1835. Eg skrifaði þau bæði þessi ár,
nfl. 1830 útl. af 3.-4. bók Odysseu, og 1835 af 5.-8du bók. Eg læt
nú þetta fylgja með þessu bréfi, eða réttara sagt þetta bréf innan í
druslunum; mér þykir það merkast við það, að maður hefir 3
sýnishorn af pappír frá prentverki voru, hvar af sjá má hvörsu
stórmjög honum fer fram á ári hvörju, og eins prentletrinu, síðan
Sekr. tók við. Annars bið eg yður afsaka, þó eg léti fylgja með
prógr. (þeir kalla það núnaprógama) fyrir 1829, sem þér líkl. hafið,
sem og það í ár útkomna, svo þér hafið þarna V2 Odyss. í einum
böggli; vildi eg að þér minntust mín með meðaumkvun, þá yður
dettur í hug að kasta auga á þessa ófullkomnu útleggingartilraun.
Það var yfirsjón bókbindarans að láta boðsritið fyrir 1829 fylgja á
eftir 4ðubókinni, það áað veraeftir þeirri 2ri, því 1.-2. bókútkom
1829, 3.-4. útkom 1830, 5.-8. bók 1835, 9.-12. bók 1838; en mín
yfirsjón var að láta ekkert titilblað fylgja fyrir 1830. Eg hefi leiðrétt
helstu prentvillur, sem eg við einn yfirlestur varð var.
Það annað, sem þér nefnduð í eftirskriftinni, var snotur útlegging
af „Popes Essay on Criticism"; og þér efist ei um, að eg fínni
„allrasterkustu löngun“ til þess. Ekki get eg sagt að eg fínni neina
löngun til þess, og er það að mér fínnst náttúrlegt því eg er því
aungvan veginn vaxinn. Eg hafði aldrei séð þetta verk Pópa, en við
yðar umtal um það fór eg að lesa það og átti bágt með, því ekki hef
eg í ensku litið síðan eg sigldi 1814, og finnst mér víða vera sem eg