Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Síða 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Síða 16
16 GILS GUÐMUNDSSON Benedikt Gröndal. Hin þriðja var deilurit um trúfræði eftir Magnús Eiríksson guðfræðing: „Nokkrar athugasemdir um sann- anir kaþólsku prestanna í Reykjavík fyrir guðdómi Jesú Krists.“ Þar með mun hafa lokið bókaútgáfu Páls Sveinssonar. Heldur er og mæðulegur tónninn í Páli, þegar hann vorið 1868 skrifar trygglyndum stuðningsmanni sínum séra Halldóri á Hofi: „Herra prófastur og vin! Mikið ómak er ég alltaf að gera yður með bókunum; nú dirfist ég að senda yður 10 Ragnarökkur og vona að það ei verði meir í sumar. Eg veit að þér hafið ekki annað en skaða á því að selja bækur, eða réttara sagt gefa bækur, og þó borga mér, og ég get varla verið þekktur fyrir að hafa það á samviskunni.“ Steingrímur Thorsteinsson segir síðast fréttir af Páli 16. nóvem- ber 1868: „Ekki skilst mér á Páli Sveinssyni að útsalan hafi gengið verr á Ljóðmælunum (þ.e. ljóðum Jóns Þorleifssonar) en öðrum bókum; hún er svo ill, að hún getur naumast orðið verri, á öllum íslenskum bókum, nema ef til vill „guðs orði“. Eg heyri alla kenna hallærinu um þetta bókmenntalega volæði." í athyglisverðri ritgerð eftir Indriða Einarsson fjallar hann um tildrög þess, að Matthías Jochumsson hófst handa um að þýða mikils háttar bókmenntaverk, svo sem Friðþjófs sögu Tegnérs og Macbeth eftir Shakespeare. Kemst Indriði svo að orði, að „bókaút- gáfur Páls Sveinssonar hafi vakið Matthías til að gera nú sem mest stórvirki í íslenskum bókmenntum ... sannfært hann um, að unnt væri að framkvæma þessa áætlun, og að hann hafi þess vegna lagt upp í þessa andlegu herferð.“ Vafalítið fer Indriði hér með rétt mál. Því til staðfestingar skal vitnað til bréfs séra Matthíasar, dags. 28. apríl 1869, til Steingríms Thorsteinssonar. Kveðst hann vera að ljúka við þýðingu á Macbeth: „Skaparinn, sem allt veit, þekkir einn, hvað ég hef haft fyrir honum.“ Matthías veit, að Steingrímur hefur þýtt Lear konung, sem enn liggur hjá honum óútgefinn. Hann hreyfir því nýrri hugmynd: Hvernig líst þér á, að við látum Pál Sveinsson prenta báða leikina saman?“ Ekkert varð úr þessu. Um afstöðu Steingríms til hugmyndarinn- ar er ekki vitað, en telja má víst, að tillaga Matthíasar hafi þegar strandað á því, að Páll Sveinsson var nú uppgefinn á því að gefa út bækur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.