Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1994, Side 21
ÞJÓÐARBÓKHLAÐA
21
málum vísindalegra bókasafna verði skipað hér á landi til fram-
búðar, þ.á m. um tengsl Háskólabókasafns og Landsbókasafns".
Birgir Thorlacius var formaður nefndarinnar, og skilaði hún
skýrslu sinni og tillögum 18. ágúst 1966. Nefndin gerði það að
aðaltillögu sinni, að framfylgt yrði tillögu þeirri til þingsályktunar
um sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns o.fl., sem
samþykkt var á Alþingi 29. maí 1957 og fyrr getur.
I skýrslu nefndarinnar segir svo m.a.:
„Vér viljum hér sérstaklega taka undir þá tillögu í niðurlagi
nefndarálitsins frá 1957, „að reist verði bókasafnshús í næsta
nágrenni við Háskólann, til þess að sameining safnanna verði
framkvæmanleg“.
Vér erum allir sammála um, að nýtt hús yfir bæði söfnin og þar
af leiðandi sameining safnanna, hversu sem henni verður svo
háttað, sé sú lausn safnmála, er farsælust muni reynast, þegar til
lengdar lætur.
Með byggingu nýs bókasafnshúss yrði ekki aðeins leystur vandi
umræddra bókasafna, heldur einnig Þjóðskjalasafns, er fengi
eðlilega til afnota það húsrými Landsbókasafns, er losnaði við
flutning þess í ný húsakynni."
Það, sem síðan gerðist í þessu máli, var reist á aðaltillögu
nefndarinnar frá 1966.
Ýmsir aðilar utan safnanna létu um þessar mundir málefni
þeirra til sín taka, svo sem Félag íslenzkra fræða, fulltrúaráð
Bandalags háskólamanna o.fl. Umræður um þau á Alþingi síðla
árs 1967 leiddu til þess, að stofnaður var Byggingarsjóður safna-
húss, er síðar var nefndur Byggingarsjóður Þjóðarbókhlöðu, og
safnaðist þegar í hann nokkurt fé.
A 150 ára afmæli Landsbókasafns 28. ágúst 1968 kom fram, að
Matthías Jóhannessen, formaður Þjóðhátíðarnefndar þeirrar, er
skipuð var á Alþingi 1966 til þess að gera tillögur um það, hversu
bezt verði minnzt 11 alda byggðar á íslandi 1974, hefði fyrir
nokkru greint landsbókaverði frá því, að nefndin hefði á fundi þá
um sumarið samþykkt ályktun þess efnis að veita byggingu
bókasafnshúss stuðning, og kom síðar á daginn, að nefndin lagði
til, að Þióðarbókhlaða yrði reist sem höfuðminnisvarði afmælisins
1974.
Á afmæli Landsbókasafns skýrði Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra frá því, að nýju bókasafnshúsi hefði verið ákveðinn
staður á svæðinu við Birkimel nálægt Hringbraut, en Geir Hall-